Viðskipti innlent

1,3 milljarðar í rekstur Sigurðar

SigurðurEinarsson
SigurðurEinarsson
Rekstrarkostnaður við skrifstofu Sigurðar Einarsson, stjórnarformanns Kaupþings, í London, nam 1.311,5 milljónum króna á fjögurra ára tímabili, frá 2005 til 2008. Auk Sigurðar var einn starfsmaður á skrifstofunni fyrri hluta tímabilsins og tveir þann síðari.

Af þessum 1.311,5 milljónum fóru um 760 milljónir í laun og bónusa. 93 milljónir fóru í húsnæðiskostnað, 121 milljón í ferðakostnað, 134 milljónir í aðkeyptan sérfræðikostnað og 204 milljónir í annan kostnað. Rannsóknarnefndin hefur frá miðju ári 2009 reynt að fá svör við fyrirspurnum um þetta mál en án árangurs.

Hvorki innri né ytri endurskoðun Kaupþings hafði nokkurt eftirlit með skrifstofunni og kostnaði við hana. Innri endurskoðandi Kaupþings, Lilja Steinþórsdóttir, sagðist í skýrslutöku ekki vita hvernig stæði á þessu. „[É]g held að það sé vegna mjög, bæði vegna þess, eins og þú segir, að þetta var stjórnarformaðurinn, svona ef maður reynir bara að líta á sálfræðina á bak við þetta, og þetta er ekkert endilega það eina sem stjórnendur bankans voru að taka til sín án þess að það væri eftirlit með því.“

Spurð nánar um þetta sagði hún: „[J]a, ég er t.d. með í huga að það var einhver geymsla hérna inni í Skútuvogi eða einhvers staðar full af einhverjum bílum, græjum, tjaldvögnum og einhverju svona dótaríi sem stjórnendur höfðu aðgang að, til dæmis.“ - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×