Innlent

Rýmingu að ljúka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Menn í viðbragðsstöðu í stjórnstöðinni  á Hellu.
Menn í viðbragðsstöðu í stjórnstöðinni á Hellu. MYND/Guðmundur Karl Sigurdórsson
Rýmingu er að ljúka milli Hvolsvallar og Skóga. Svæðinu þar á milli er algerlega lokað. Brýnt er fyrir fólki sem yfirgefur húsnæði sín að huga að lyfjum og hlutum fyrir börn og öðru því sem þarf að taka með.

Búið er að opna Fjöldahjálparmiðstöðvar á Hvolsvelli, Hellu og Heimalandi undir Eyjafjöllum. Um 20 bæir hafa verið rýmdir en ekki er vitað hversu margt fólk er á þessum bæjum. Þá hefur veginum verið lokað frá Hvolsvelli og að Skógum.

Á þessari stundu er alls óvíst hvort það gjósi en miklir jarðskjálftar hafa verið undir toppi Eyjafjallajökuls frá því klukkan ellefu í kvöld. Skjálftarnir eru á um 2 kílómetra dýpi.

Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð vegna skjálftanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×