Viðskipti innlent

Færeyingar skráðir í Noregi

frá færeyjum Skráning færeyska fiskeldisfélagsins Bakkafrosts í norsku kauphöllina þykir hafa lukkast vel.
Fréttablaðið/GVA
frá færeyjum Skráning færeyska fiskeldisfélagsins Bakkafrosts í norsku kauphöllina þykir hafa lukkast vel. Fréttablaðið/GVA
Gengi hlutabréfa færeyska fiskeldisfélagsins Bakkafrosts endaði í 33,8 norskum krónum á hlut í norsku kauphöllinni á föstudag. Þetta var fyrsti viðskiptadagur með bréfin og hækkaði gengi þeirra um níu prósent frá útboði.

Föroya Bank átti 33,7 prósent í Bakkafrosti og hagnaðist um 380 milljónir danskra króna á viðskiptunum. Það jafngildir níu milljörðum íslenskra króna.

Ekki liggur fyrir hversu margar frumskráningar hafa verið á norska markaðnum frá áramótum. Fyrsta skráningin í norrænu kauphallarsamstæðunni Nasdaq OMX var í Svíþjóð á miðvikudag. - jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×