Erlent

Hætt við mosku í Tromsö

Óli Tynes skrifar
Múslimar á bæn.
Múslimar á bæn.

Miðstöð múslima í Tromsö í Noregi hefur hætt við að reisa mosku í bænum með fjárframlögum frá Saudi-Arabíu. Talsmaður miðstöðvarinnar segir að norska utanríkisráðuneytið samþykki ekki þessa fjármögnun.

Ráðuneytið benti nýlega á að það væri óviðeigandi að Saudi-Arabía fjármagnaði moskur í Noregi en leyfði ekki byggingu bænahúsa annarra trúarbragða þar í landi. Um 1000 múslimar búa í Tromsö og þar eru fyrir tvær moskur. Talsmaður múslima sagði að haldið yrði áfram að afla fjár til þriðju moskunnar, en ekki frá Saudi-Arabíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×