Grímsvötn í startholunum 16. apríl 2010 02:00 Gos í Grímsvötnum Síðast gaus árið 2004 og sömu aðstæður hafa skapast í eldstöðinni nú og þá var. Fréttablaðið/Vilhelm Þegar eldgosið í Eyjafjallajökli hófst í fyrradag gerðu aðrar eldstöðvar vart við sig. „Myndarlegur jarðskjálfti varð í Grímsvötnum og sömuleiðis byrjuðu smáskjálftar í Upptyppingum,“ segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Páll segir þetta mjög athyglisvert, ýmis teikn séu á lofti um að önnur eldgos séu væntanleg á næstu mánuðum eða árum. Grímsvötn í Vatnajökli séu til dæmis komin í sömu stöðu og þau voru í árið 2004 þegar síðast gaus þar. Þar sé bæði há vatnsstaða og þrýstingur í kvikuhólfinu rétt eins og þá var. Þá varð hlaup sem hleypti af stað gosi og má búast við því að sama gerist nú. „Okkur hefur gengið vel að spá fyrir um gos í Grímsvötnum og þar má búast við gosi á næstu tveimur árum,“ segir Páll og bætir við að auðvitað geti verið að það gjósi fyrr, jafnvel á næstu vikum eða mánuðum. Í Upptyppingum, austan við Öskju, eru jarðhræringar og kvikuvirkni í gangi. Jarðfræðingar komust að því á árunum 2007 til 2008 að þar væri kvikuinnskot í neðri hluta jarðskorpu. Svæðið hefur að sögn Páls „minnt á sig öðru hverju síðan þá“ og síðast í fyrradag. Páll segir að þarna gæti eitthvað farið að gerast. Svo má ekki gleyma Heklu, segir Páll sem minnir á að þessi virkasta eldstöð Íslands hafi gosið á tíu ára fresti um það bil. Hún gaus 1970, 1980, 1991 og 2000. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þegar eldgosið í Eyjafjallajökli hófst í fyrradag gerðu aðrar eldstöðvar vart við sig. „Myndarlegur jarðskjálfti varð í Grímsvötnum og sömuleiðis byrjuðu smáskjálftar í Upptyppingum,“ segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Páll segir þetta mjög athyglisvert, ýmis teikn séu á lofti um að önnur eldgos séu væntanleg á næstu mánuðum eða árum. Grímsvötn í Vatnajökli séu til dæmis komin í sömu stöðu og þau voru í árið 2004 þegar síðast gaus þar. Þar sé bæði há vatnsstaða og þrýstingur í kvikuhólfinu rétt eins og þá var. Þá varð hlaup sem hleypti af stað gosi og má búast við því að sama gerist nú. „Okkur hefur gengið vel að spá fyrir um gos í Grímsvötnum og þar má búast við gosi á næstu tveimur árum,“ segir Páll og bætir við að auðvitað geti verið að það gjósi fyrr, jafnvel á næstu vikum eða mánuðum. Í Upptyppingum, austan við Öskju, eru jarðhræringar og kvikuvirkni í gangi. Jarðfræðingar komust að því á árunum 2007 til 2008 að þar væri kvikuinnskot í neðri hluta jarðskorpu. Svæðið hefur að sögn Páls „minnt á sig öðru hverju síðan þá“ og síðast í fyrradag. Páll segir að þarna gæti eitthvað farið að gerast. Svo má ekki gleyma Heklu, segir Páll sem minnir á að þessi virkasta eldstöð Íslands hafi gosið á tíu ára fresti um það bil. Hún gaus 1970, 1980, 1991 og 2000.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira