Landsbankinn segir ógerlegt að selja Vestia í opnu söluferli Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. ágúst 2010 18:45 Landsbankinn lítur svo á að verklagsreglur Vestia um sölu eigna sem bankinn hefur tekið yfir gildi aðeins um einstakar eignir en ekki fyrirtækið í heild sinni. Bankinn hafnar því að hafa brotið verklagsreglur. Þá segja stjórnendur ómögulegt að setja Vestia í heild sinni í opið söluferli. Fyrir helgi var greint frá því að Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefði keypt eignarhaldsfélagið Vestia eins og það leggur sig af Landsbankanum á nítján og hálfan milljarð króna, en inni í Vestia eru mörg af þekktustu fyrirtækjum landsins. Sú staðreynd að Landsbankinn ákvað að selja Vestia til Framtakssjóðsins án auglýsingar hefur verið tilefni nokkurrar gagnrýni. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd, gagnrýndi þetta fyrirkomulag t.d í kvöldfréttum Rúv í gær og þá hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd kallað eftir skýringum á þessu þar sem þetta sé þvert á verklagsreglur sem kynntar hafi verið. Fram kemur í verklagsreglum Vestia að selja eigi eignir með opnu og gagnsæju söluferli og að gæta eigi jafnræðis meðal kaupenda. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, sagði í samtali við fréttastofu að verklagsreglurnar giltu ekki um Vestia í heild sinni heldur um sölu á einstökum eignum fyrirtækisins. Kristján sagði að ekki hafi verið hægt að selja Vestia í einu lagi í opnu og gagnsæju söluferli þar sem margar eignir fyrirtækisins væru illseljanlegar. Slíkt verkefni hefði tekið mjög langan tíma bæði vegna stöðu eigna og hversu umfangsmikið slíkt verkefni væri. Bankinn væri hins vegar undir tímapressu frá Samkeppniseftirlitinu um að selja margar þessara eigna og því hafi salan á Vestia til Framtakssjóðsins reynst heppileg lausn. Kristján sagði jafnframt að verklagsreglurnar fylgdu Vestia yfir til lífeyrissjóðanna. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, vegna málsins en ekki var orðið við þeirri ósk vegna anna Steinþórs. Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Samið um kaup á Vestia Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands. 20. ágúst 2010 12:29 Vilja ræða kaupin á Vestiu Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir að nefndin fundi um kaup Framtakssjóðs Íslands á eignarhaldsfélaginu Vestia. 24. ágúst 2010 16:28 Vestia áhugaverður fjárfestingarkostur Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignaumsýslufélagið Vestia af Landsbankanum á tæplega tuttugu milljarða króna. Inni í Vestia eru nokkur af þekktustu fyrirtækjum landsins. 20. ágúst 2010 18:59 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Landsbankinn lítur svo á að verklagsreglur Vestia um sölu eigna sem bankinn hefur tekið yfir gildi aðeins um einstakar eignir en ekki fyrirtækið í heild sinni. Bankinn hafnar því að hafa brotið verklagsreglur. Þá segja stjórnendur ómögulegt að setja Vestia í heild sinni í opið söluferli. Fyrir helgi var greint frá því að Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefði keypt eignarhaldsfélagið Vestia eins og það leggur sig af Landsbankanum á nítján og hálfan milljarð króna, en inni í Vestia eru mörg af þekktustu fyrirtækjum landsins. Sú staðreynd að Landsbankinn ákvað að selja Vestia til Framtakssjóðsins án auglýsingar hefur verið tilefni nokkurrar gagnrýni. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd, gagnrýndi þetta fyrirkomulag t.d í kvöldfréttum Rúv í gær og þá hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd kallað eftir skýringum á þessu þar sem þetta sé þvert á verklagsreglur sem kynntar hafi verið. Fram kemur í verklagsreglum Vestia að selja eigi eignir með opnu og gagnsæju söluferli og að gæta eigi jafnræðis meðal kaupenda. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, sagði í samtali við fréttastofu að verklagsreglurnar giltu ekki um Vestia í heild sinni heldur um sölu á einstökum eignum fyrirtækisins. Kristján sagði að ekki hafi verið hægt að selja Vestia í einu lagi í opnu og gagnsæju söluferli þar sem margar eignir fyrirtækisins væru illseljanlegar. Slíkt verkefni hefði tekið mjög langan tíma bæði vegna stöðu eigna og hversu umfangsmikið slíkt verkefni væri. Bankinn væri hins vegar undir tímapressu frá Samkeppniseftirlitinu um að selja margar þessara eigna og því hafi salan á Vestia til Framtakssjóðsins reynst heppileg lausn. Kristján sagði jafnframt að verklagsreglurnar fylgdu Vestia yfir til lífeyrissjóðanna. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, vegna málsins en ekki var orðið við þeirri ósk vegna anna Steinþórs.
Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Samið um kaup á Vestia Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands. 20. ágúst 2010 12:29 Vilja ræða kaupin á Vestiu Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir að nefndin fundi um kaup Framtakssjóðs Íslands á eignarhaldsfélaginu Vestia. 24. ágúst 2010 16:28 Vestia áhugaverður fjárfestingarkostur Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignaumsýslufélagið Vestia af Landsbankanum á tæplega tuttugu milljarða króna. Inni í Vestia eru nokkur af þekktustu fyrirtækjum landsins. 20. ágúst 2010 18:59 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Samið um kaup á Vestia Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands. 20. ágúst 2010 12:29
Vilja ræða kaupin á Vestiu Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir að nefndin fundi um kaup Framtakssjóðs Íslands á eignarhaldsfélaginu Vestia. 24. ágúst 2010 16:28
Vestia áhugaverður fjárfestingarkostur Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignaumsýslufélagið Vestia af Landsbankanum á tæplega tuttugu milljarða króna. Inni í Vestia eru nokkur af þekktustu fyrirtækjum landsins. 20. ágúst 2010 18:59