Innlent

Hagkvæmari fyrir sveitarfélög

Hjallastefnan rekur bæði leikskóla og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. fréttablaðið/stefán
Hjallastefnan rekur bæði leikskóla og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. fréttablaðið/stefán
Sjálfstætt starfandi leikskólar fá að meðaltali 86 til 94 prósent af þeim kostnaði sem sveitarfélögin leggja til eigin leikskóla. Í flestum tilvikum innheimta einkareknu leikskólarnir ekki hærri skólagjöld en leikskólar sveitar­félaganna og eru þannig reknir fyrir umtalsvert lægri fjárhæðir.

Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann að beiðni Samtaka verslunar og þjónustu. Fjórtán prósent leikskólabarna voru í einkareknum skólum haustið 2009.

Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla, segir niðurstöðuna jákvæða. „Þarna kemur fram að okkur tekst að sinna okkar starfi fyrir minna fjármagn en opinberu skólarnir. Á tímum hagræðingar og aðhalds eru það góðar fréttir.” Margrét leggur áherslu á að þrátt fyrir að sjálfstætt starfandi skólum vegni vel með minna fé frá sveitarfélögunum en opinberum skólum verði að gæta þess að fjármagn til þeirra verði ekki skert enn frekar þannig að gæðum sé ógnað. „Það er mikilvægt að munurinn á fjárframlögum til skólanna aukist ekki. Margrét vonast til að niðurstöður skýrslunnar verði til þess að hrekja bábiljur um að sjálfstætt starfandi skólar séu dýrir í rekstri og aðeins fyrir forréttindahópa.- þeb, eh



Fleiri fréttir

Sjá meira


×