Innlent

„Íslandsvinur“ höfuðpaur í smyglmáli

Efnin sem lögreglan lagði hald á.
Efnin sem lögreglan lagði hald á.

Hæstiréttur staðfesti framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir austur-evrópskri konu sem kom hingað til lands, ásamt annarri konu, með um tuttugu lítra af amfetamínbasa falda í eldsneytistanki bílsins. Með réttri úrvinnslu efnisins var hægt að framleiða um 150 kíló af amfetamíni.

Konurnar, sem komu frá Þýskalandi, komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í ágúst síðastliðnum. Réttarhöld hafa þegar farið fram yfir konunum en þar kom meðal annars fram að Litháískur karlmaður greiddi för þeirra hingað til lands.

Sá maður hefur komist í kast við lögin á Íslandi en hann var handtekinn árið 2006 þegar hann flutti sjálfur inn um tvo lítra af sama efni og konurnar.

Maðurinn, sem heitir Romas Kosakovskis, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Hann fór af landi brott eftir að hann afplánaði dóminn hér á landi og hefur ekki fundist þrátt fyrir leit lögreglunnar að honum.

Hæstiréttur úrskurðaði að konan skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 2. desember en hún sagði fyrir rétti að ástæðan fyrir því að hún kom hingað til lands hafi verið að fara í Bláa lónið.

Með konunum í för var sonur annarrar þeirra. Félagsmálayfirfvöld hér á landi höfðu þá samband við skyldmenni hans í Þýskalandi sem komu hingað til lands til þess að sækja hann.


Tengdar fréttir

Amfetamínkonur ákærðar

Ríkissaksóknari hefur ákært fyrir Héraðsdómi Reykjaness tvær konur, Elenu Neuman og Swetlönu Wolkow, fyrir stórfellt fíkniefnasmygl.

Meintar amfetamínkonur neita sök

Tvær konur, sem eru ákærðar fyrir að hafa smyglað inn til landsins 20,9 kílóum af amfetamínsúlafati, neituðu báðar sök í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×