Schumacher nýtur mests stuðnings 23. mars 2010 11:40 Michael Schumacher á sér marga fylgismenn víða um heim. mynd: Getty Images Formúlu 1 áhugamenn um heim allan tóku þátt í víðtækri könnun á vegum FOTA, samtaka keppnisliða og F1 racing tímaritsins í vetur. Samkvæmt henni er Michael Schumacher með mest fylgi ökumanna. Yfir 90.000 manns í 180 löndum tóku þátt í könnuninni, sem var gerð í febrúar. Schumacher fékk stuðning 19.5% aðspurðra, Fernando Alonso 9.7, Kimi Raikkönen 7.2, Felipe Massa 6.1, Lewis Hamilton 6.0 og Robert Kubica 4.3. Ferrari naut mests stuðnings keppnisliða með 30.1%, McLaren 19.1 og Mercedes (Brawn) 10.1%. Þá fagna áhorfendur stigagjöfinni nýju nokkuð vel, þar sem vægi sigurs er miklu meira en áður. Stigagjöfin er 25, 18, 15, 12, 10, 8, 6, 4, 3, 2 og 1 í stað 10, 8, 6, 5, 4, 3, 2 og 1 eins og var. Alls telja 44.9 % að stigagjöfin sé góð, en 61.9% telja að vægi fyrsta sætis ætti vera enn meira. Hágæða útsendingar (HD) er á óskalista 65.7%, 53.7% vilja geta valið bíl til að fylgjast með og 52.4% myndu vilja sjá Formúlu 1 á netinu. Vinsælasti kappaksturinn að mati aðspurðra er Mónakó, þá Ítalía, Bretland og Þýskaland. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 áhugamenn um heim allan tóku þátt í víðtækri könnun á vegum FOTA, samtaka keppnisliða og F1 racing tímaritsins í vetur. Samkvæmt henni er Michael Schumacher með mest fylgi ökumanna. Yfir 90.000 manns í 180 löndum tóku þátt í könnuninni, sem var gerð í febrúar. Schumacher fékk stuðning 19.5% aðspurðra, Fernando Alonso 9.7, Kimi Raikkönen 7.2, Felipe Massa 6.1, Lewis Hamilton 6.0 og Robert Kubica 4.3. Ferrari naut mests stuðnings keppnisliða með 30.1%, McLaren 19.1 og Mercedes (Brawn) 10.1%. Þá fagna áhorfendur stigagjöfinni nýju nokkuð vel, þar sem vægi sigurs er miklu meira en áður. Stigagjöfin er 25, 18, 15, 12, 10, 8, 6, 4, 3, 2 og 1 í stað 10, 8, 6, 5, 4, 3, 2 og 1 eins og var. Alls telja 44.9 % að stigagjöfin sé góð, en 61.9% telja að vægi fyrsta sætis ætti vera enn meira. Hágæða útsendingar (HD) er á óskalista 65.7%, 53.7% vilja geta valið bíl til að fylgjast með og 52.4% myndu vilja sjá Formúlu 1 á netinu. Vinsælasti kappaksturinn að mati aðspurðra er Mónakó, þá Ítalía, Bretland og Þýskaland.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira