Fótbolti

Byrjað að hagræða úrslitum leikja á Ítalíu á nýjan leik?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leiknum umrædda.
Úr leiknum umrædda.

Ítalska knattspyrnusambandið hefur opnað rannsókn á 1-1 jafnteflisleik Chievo og Catania um helgina en grunur er um að úrslitum leiksins hafi verið hagrætt.

Alls var veðjað 2,2 milljónum evra á að leiknum myndi lykta með jafntefli. Þar af var rúmlega 240 þúsund evrum veðjað á úrslitin 1-1.

The Sun greindi frá því að breskir veðmangarar hefðu hætt að taka við veðmálum á leikinn á fimmtudegi en leikurinn fór fram á sunnudegi. Þá voru menn strax byrjaðir að gruna eitthvað misjafnt.

Ítalskir veðbankar lækkuðu einnig stuðul á jafntefli þegar það dró nær leiknum. Ástæðan var óvenju mörg veðmál á jafntefli þar sem menn voru að setja mikinn pening á hvert veðmál.

Hvorugt liðanna í leiknum hafði að nokkru að keppa.





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×