Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Sunna Víðisdóttir, bæði úr GR, leiða eftir fyrri daginn í lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar en það fer fram á Strandavelli á Hellu.
Guðmundur Ágúst lék á 68 höggum í dag eða tveim höggum undir pari. Hann hefur eins höggs forskot á Sigmund Einar Másson.
Sunna, sem er aðeins 16 ára, hefur þriggja högga forskot á Heiðu Guðnadóttur og Berglindi Björnsdóttur.