Fótbolti

Aðgerðin á Drogba gekk vel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Drogba eftir að hann meiddist á föstudaginn.
Drogba eftir að hann meiddist á föstudaginn. Nordic Photos / AFP
Það er ekki útilokað að Didier Drogba geti eitthvað spilað með Fílabeinsströndinni á HM þó svo að hann hafi handleggsbrotnað í æfingaleik á föstudag.

Knattspyrnusamband landsins sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að Drogba hafi gengist undir aðgerð sem gekk vel.

Þar segir einnig að læknarnir sem framkvæmdu aðgerðina sem og læknar liðsins sjálfs eru vongóðir um að Drogba geti náð sér fljótt og vel.

Margar þjóðir hafa misst menn í meiðsli skömmu fyrir HM. Liðsfélagar Drogba hjá Chelsea, þeir Michael Ballack, Michael Essien og John Obi Mikel, verða til að mynda allir fjarverandi en mótið hefst á föstudaginn næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×