Fótbolti

Vidic: Fórum illa með færin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Svekktir Serbar.
Svekktir Serbar.

Nemanja Vidic, varnarmaður Serbíu, kennir misnotuðum færum um 1-0 tapið gegn Gana í dag. Vítaspyrna Asamoah Gyan skildi liðin að.

„Við fengum færi til að skora en nýttum þau ekki. Á endanum var okkur refsað," sagði Vidic sem fékk sjálfur fínt skallafæri en yfir fór boltinn.

„Við megum ekki dvelja of lengi við þennan leik. Það er stutt í næsta leik." Vidic tjáði sig einnig um keppnisbolta mótsins. „Fólk hefur sagt sína skoðun á boltanum. Hann er mjög erfiður fyrir alla leikmenn svo þetta kemur jafnt niður á öllum."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×