Innlent

Handboltahetja hvatti unga nemendur til dáða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Stefánsson handboltamaður flutti grunnskólanemendum hvatningarorð fyrir Pisa könnunina. Mynd/ afp.
Ólafur Stefánsson handboltamaður flutti grunnskólanemendum hvatningarorð fyrir Pisa könnunina. Mynd/ afp.
Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður flutti nemendum 10. bekkja í Reykjavík hvatningarkveðju daginn áður en Pisa-könnunin var gerð hér á landi. Jafnframt ákvað menntaráð að bjóða nemendum í morgunmat á „Pisadaginn". Hjá Reykjavíkurborg telja menn að niðurstöður nýrrar Pisa-könnunar, sem kynntar voru í gær, sýni að þetta átak hafi skilað góðum árangri því reykvískir grunnskólanemendur hafa bætt sig mest á landinu í lesskilningi.

Í tillögu Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, sem menntaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun, er óskað eftir kynningu frá Námsmatsstofnun á niðurstöðum PISA strax á nýju ári til að geta metið stöðu nemenda í Reykjavík á milli kannana og þær aðgerðir sem unnið var með fyrir síðustu könnun í fyrra.

Í bókun menntaráðs er lýst yfir ánægju með árangri reykvísku barnanna og börnunum sjálfum þakkaður árangur þeirra. Þá er kennurum þeirra og starfsmönnum, sem hafa lagt sig fram við að breyta og bæta kennslu og gögn til að ýta undir árangur nemenda í námi, jafnframt þakkaður árangurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×