Erlent

Ríkir sjóræningjar

Sjóræningjabátar við skipshlið.
Sjóræningjabátar við skipshlið.
Talið er að sómalskir sjóræningjar hafi fengið greiddar 12,3 milljónir dollara eða rúma 1,4 milljarða króna í lausnargjald fyrir tvö flutningaskip. Um er ræða skip frá Suður-Kóreu og Singapúr. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að aldrei áður hafi sjóræningjar fengið svo háa upphæð greidda í lausnargjald.

„Núna erum við að telja peningana okkar," hefur BBC eftir einum sjóræningjanna. „Við yfirgefum skipið innan skamms."

Æ fleiri skipafélög vilja fá vopnaða verði um borð í skip sín til þess að verjast árásum sjóræningja en árásir sjóræningja undan ströndum Sómalíu skipta orðið hundruðum.  Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vill skerpa löggjöf gegn sjóránum og meðal annars skoða þann möguleika að leiða sjóræningja fyrir alþjóðadómstóll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×