Sport

Meistaradeildin: Sigrar hjá Bayern og Lyon

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney fagnar marki sínu í kvöld.
Rooney fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos/AFP

FC Bayern náði fram hefndum fyrir tapið í Meistaradeildinni árið 1999 með því að skora á lokaandartaki leiksins gegn Man. Utd í kvöld og tryggja sér 2-1 sigur.

Rooney skoraði eftir 65 sekúndur en Bayern skoraði í tvígang í síðari hálfleik og allt er galopið fyrir síðari leikinn á Old Trafford.

United fékk ekki bara á sig mark í lokin heldur meiddist Wayne Rooney einnig og haltraði af velli.

Lyon vann síðan magnaðan 3-1 sigur á Bordeaux í afar fjörugum og skemmtilegum leik.

FC Bayern-Man. Utd 2-1

0-1 Wayne Rooney (2.) -
aukaspyrna utan af kanti, Rooney ódekkaður í teignum og skoraði auðveldlega. Ótrúleg byrjun á leiknum.

1-1 Franck Ribery (77.) - Gary Neville brýtur af sér rétt utan teigs. Ribery tekur spyrnuna sem var slök. Það varð Ribery til happs að boltinn fór í Wayne Rooney og þaðan í netið.

2-1 Ivica Olic (90.+2) - vandræðagangur í vörn United og Olic hrifsar af þeim boltann og skorar auðveldlega. Ótrúlegur endir á þessum leik.

Lyon-Bordeaux 3-1

1-0 Lisandro (10.) -
klaufagangur í vörn Bordeaux sem varð þess valdandi að Lyon fékk boltann í teignum. Stutt sending inn í miðjan teiginn á Lisandro sem skoraði örugglega.

1-1 Marouane Chamakh (14.) - Gourcuff með sendingu af kantinum sem Chamakh skallar í netið. Smekklegt mark.

2-1 Michel Bastos (32.) - sending í teig sem Bordeaux náði ekki að hreinsa. Bastos fær boltann og leggur hann í fjærhornið.

3-1 Lisandro, víti (77.)


































Fleiri fréttir

Sjá meira


×