Fótbolti

Alex Ferguson: Höfum aldrei verið betri á tímabilinu en einmitt núna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/AFP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er á því að lykillinn að frábæru gengi liðsins upp á síðkastið. sé að hann hafi endurheimt miðvarðarparið sitt.

Ferguson segir að liðið hans sé tilbúið í mikla stórleikjaviku þar sem United mætir Bayern Munchen tvisvar í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og spilar síðan við Chelsea í millitíðinni í einum af úrslitaleikjunum í baráttunni um enska meistaratitilinn.

„Ég tel að við höfum aldrei verið betri á tímabilinu en einmitt núna og þetta er rosaleg vika fyrir okkur. Við erum að fara spila þrjá stóra leiki á átta dögum og við verðum bara að njóta þess um leið og við gerum okkur grein fyrir því að þessir þrír leikir skipta öllu máli fyrir útkomu tímabilsins," sagði Ferguson.

„Ég ber mikla virðingu fyrir Bayern Munchen og við erum að mæta félagi með mikla sögu. Við munum aldrei halda að þetta verði auðveldir leikir," sagði Ferguson.

„Við erum í góðu formi og það hefur skipt miklu máli að endurheimta [Nemanja] Vidic, [Rio] Ferdinand og [Edwin] Van der Sar því þeir hafa komið með meiri stöðugleika í liðið," sagði Sir Alex Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×