Innlent

Ferðavenjurnar hafa breyst

Hægt og bítandi er reiðhjólið að vinna á sem ferðamáti.
fréttablaðið/stefán
Hægt og bítandi er reiðhjólið að vinna á sem ferðamáti. fréttablaðið/stefán

Færri nota nú einkabílinn til að fara til og frá vinnu og færri grunnskólabörn eru keyrð í skólann en árin 2009 og 2008. Reiðhjól eru aftur á móti orðin vinsælli. Þetta kemur fram í árlegri ferðavenjukönnun Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.

Ferðavenjur Reykvíkinga hafa breyst á þann veg að einkabíllinn er minna notaður en áður. Fleiri ferðast á hjóli eða í strætó nú en gert var árið 2009, sérstaklega í efri byggðum borgarinnar. Færri fara á bíl sem bílstjórar til vinnu eða í skóla, eða 65 prósent árið 2010 samanborið við 67 prósent árið 2009 og 73 prósent árið 2008. Í sömu könnun kemur fram að 71 prósent íbúa í nágrannasveitarfélögunum fer þessara erinda á einkabíl.

Árið 2009 voru 29 prósent grunnskólabarna í Reykjavík keyrð í skólann en 26 prósent árið 2010. Færri reykvísk börn ganga í skólann, eða 65 prósent árið 2010 í samanburði við 67 prósent árið 2009, en hins vegar fjölgar börnum sem hjóla í skólann úr sex prósentum í níu.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×