Erlent

Byssumanninum lýst sem einfara

Fram kom á blaðamannafundinum fyrr í dag að maðurinn eigi við geðræn vandamál að stríða.
Fram kom á blaðamannafundinum fyrr í dag að maðurinn eigi við geðræn vandamál að stríða.
Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Malmö í Svíþjóð, grunaður um að hafa staðið á bakvið átta skotárásir á innflytjendur þar í borg. Maðurinn, sem er 38 ára gamall, var handtekinn í íbúð sinni í miðbæ Malmö um klukkan sex síðdegis í gær.

Maðurinn er talinn bera ábyrgð á átta skotárásum í Malmö en árásirnar hafa beinst að innflytjendum. Einn lét lífið í skotárás sem átti sér stað í október á síðasta ári. Mikilli ótti greip um sig meðal íbúa og voru innflytjendur varaðir við því að vera einir á ferð.

Fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar í dag að maðurinn eigi við geðræn vandamál að stríða. Honum er lýst sem einfara, en hann var með byssuleyfi og meðlimur í skotklúbb.

Yfirheyrslur standa nú yfir en á þriðjudag verður tekin ákvörðun hvort óskað verði eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi.

Um 50 skotárásir eru enn óupplýstar í Malmö þrátt fyrir handtökuna í gær.


Tengdar fréttir

Fjórtán manns skotnir í Malmö

Sænska lögreglan gerir nú mikla leit að manni sem hefur skotið fjórtán manns af handahófi undanfarna daga. Þrír voru skotnir í nótt.

Hugsanlega með lífsýni úr skotmanninum

Lögreglan í Malmö í Svíþjóð er vongóð um að hafa náð DNA sýni úr manninum sem skotið hefur á innflytjendur í borginni undanfarið ár.

Byssumaðurinn neitar sök

Maðurinn sem sænska lögreglan handtók í gær og er grunaður um að hafa skotið á fjölda innflytjenda að undanförnu neitar sök. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins en lögregla boðaði til boðaði til blaðamannafundar í hádeginu vegna málsins.

Meintur byssumaður í Malmö handtekinn

Lögreglan í Malmö í Svíþjóð hefur handtekið mann sem grunaður um að að bera ábyrgð á allt að 19 skotárásum að undanförnu. Þetta kemur fram á fréttavef TV 2 í Danmörku. Lögreglan verst allra frétta en boðað hefur verið blaðamannfundar síðar í dag. Byssumaðurinn hefur valdið miklum ótta meðal innflytjenda í Malmö en fram kemur á fréttavef Aftonbladet í Svíþjóð að maðurinn sé 38 ára.

Tvær konur skotnar af leyniskyttunni í Malmö

Leyniskyttan í Malmö í Svíþjóð lét aftur til skarar skríða í gærkvöldi og skaut tvær konur inn um glugga á íbúð þeirra. Báða konurnar sluppu lifandi en illa særðar úr tilræðinu.

Enn ein skotárásin í Malmø

Lögreglan í Malmø leitar byssumanns sem hóf skothríð í Augustenborg hverfinu í Malmø í kvöld. Maðurinn skaut tvisvar sinnum að verslunarglugga í húsi þar sem klæðskeri og rakari eru með rekstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×