Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Erla Hlynsdóttir skrifar 23. nóvember 2010 12:31 Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. „Þetta tíðkast hér á landi. Ég veit að þetta er gert á stóru búunum og á einhverjum af þeim minni. Ég get ekki fullyrt að þetta sé gert alls staðar en þetta er sannarlega gert," segir Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir og formaður dýraverndarráðs. Hlutverk dýraverndarráðs er að vera umhverfisráðherra og umhverfisstofnun til ráðgjafar um dýraverndarmál. Sigurborg situr jafnframt í nefnd á vegum ráðuneytisins um endurskoðun á lögum um dýravernd. „Nú má enginn gelda nema dýralæknir en það er samt gert, og því miður er það gert án deyfingar," segir Sigurborg. Í gildandi lögum um dýravernd segir: „Þegar aðgerð á dýrum er sársaukafull skal ávallt nota deyfilyf eða svæfa dýrið." Það er hins vegar ekki gert þegar grísir eru geltir af starfsfólki svínabúa. Ennfremur segir í lögunum að dýralæknum einum sé heimilt að gelda dýr en Matvælastofnun geti í undantekningartilfellum veitt þjálfuðum mönnum leyfi til geldinga. „Það hefur enginn slíkt leyfi. Mér er ekki kunnugt um að Matmælastofnun hafi gefið út nokkurt leyfi," segir Sigurborg sem jafnframt starfar sem gæðastjóri hjá Matvælastofnun.Geltir út af bragðinu Ástæðan fyrir því að grísirnir eru geltir er að þegar þeir eru komnir á ákveðinn aldur kemur svokallað galtarbragð af kjötinu séu þeir ógeltir. „Það er fyrst og fremst út af bragðinu sem þetta er gert, auk þess sem hegðun ógeltra grísa getur valdið vandkvæðum" segir Sigurborg. Misjafnt er hvaða leiðir eru farnar í þessum málum í nágrannalöndum okkar. Sigurborgu er þó ekki kunnugt um að annars staðar séu það aðeins dýralæknar sem hafi leyfi til að gelda grísi. Í Noregi geta bændurnir sjálfir fengið slíkt leyfi og fá þá deyfilyf til að nota við geldinguna. Í Bretlandi er farin sú leið að slátra grísum það ungum að galtarbragðið er ekki komið fram. Misjafnt er hversu næmt fólk er fyrir galtarbragðinu en einnig kemur ákveðin lykt af kjöti eldri ógeltra karlkyns svína sem talin er óæskileg við matmælaframleiðslu. Spurð um ástæður þess að það sé látið viðgangast að starfsfólk geldi ódeyfða grísi í trássi við lög segir Sigurborg að ástæðan sé líklega sú að ekki hefur fundist lausn sem allir sætta sig við. Hún bendir á að svínakjötsframleiðsla hafi aukist mikið á undanförnum árum og óhjákvæmilega fylgir því aukinn fjöldi grísa. Hér áður geltu dýralæknar alla grísi en nú er svo komið að það sé spurning hvort nægilega margir dýralæknar séu til að sinna eftirspurninni. Auk þess er dýrt fyrir svínabúin að kalla til dýralækna vegna þessa. „Fyrir dýrið er að mínu mati óásættanlegt að það sé verið að gelda án deyfingar. Það er aðalatriðið," segir Sigurborg. „Það verður að finna lausn á þessu". Hún bendir á að hér sé verið að setja á markað bóluefni sem hamlar framleiðslu karlhormóna grísa, og er þá um svokallaða lyfjageldingu að ræða. Bæði lyfjagelding og deyfilyf kosta þó sitt en Sigurborg leggur áherslu á að velferð dýrsins sé í hávegum höfð. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. „Þetta tíðkast hér á landi. Ég veit að þetta er gert á stóru búunum og á einhverjum af þeim minni. Ég get ekki fullyrt að þetta sé gert alls staðar en þetta er sannarlega gert," segir Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir og formaður dýraverndarráðs. Hlutverk dýraverndarráðs er að vera umhverfisráðherra og umhverfisstofnun til ráðgjafar um dýraverndarmál. Sigurborg situr jafnframt í nefnd á vegum ráðuneytisins um endurskoðun á lögum um dýravernd. „Nú má enginn gelda nema dýralæknir en það er samt gert, og því miður er það gert án deyfingar," segir Sigurborg. Í gildandi lögum um dýravernd segir: „Þegar aðgerð á dýrum er sársaukafull skal ávallt nota deyfilyf eða svæfa dýrið." Það er hins vegar ekki gert þegar grísir eru geltir af starfsfólki svínabúa. Ennfremur segir í lögunum að dýralæknum einum sé heimilt að gelda dýr en Matvælastofnun geti í undantekningartilfellum veitt þjálfuðum mönnum leyfi til geldinga. „Það hefur enginn slíkt leyfi. Mér er ekki kunnugt um að Matmælastofnun hafi gefið út nokkurt leyfi," segir Sigurborg sem jafnframt starfar sem gæðastjóri hjá Matvælastofnun.Geltir út af bragðinu Ástæðan fyrir því að grísirnir eru geltir er að þegar þeir eru komnir á ákveðinn aldur kemur svokallað galtarbragð af kjötinu séu þeir ógeltir. „Það er fyrst og fremst út af bragðinu sem þetta er gert, auk þess sem hegðun ógeltra grísa getur valdið vandkvæðum" segir Sigurborg. Misjafnt er hvaða leiðir eru farnar í þessum málum í nágrannalöndum okkar. Sigurborgu er þó ekki kunnugt um að annars staðar séu það aðeins dýralæknar sem hafi leyfi til að gelda grísi. Í Noregi geta bændurnir sjálfir fengið slíkt leyfi og fá þá deyfilyf til að nota við geldinguna. Í Bretlandi er farin sú leið að slátra grísum það ungum að galtarbragðið er ekki komið fram. Misjafnt er hversu næmt fólk er fyrir galtarbragðinu en einnig kemur ákveðin lykt af kjöti eldri ógeltra karlkyns svína sem talin er óæskileg við matmælaframleiðslu. Spurð um ástæður þess að það sé látið viðgangast að starfsfólk geldi ódeyfða grísi í trássi við lög segir Sigurborg að ástæðan sé líklega sú að ekki hefur fundist lausn sem allir sætta sig við. Hún bendir á að svínakjötsframleiðsla hafi aukist mikið á undanförnum árum og óhjákvæmilega fylgir því aukinn fjöldi grísa. Hér áður geltu dýralæknar alla grísi en nú er svo komið að það sé spurning hvort nægilega margir dýralæknar séu til að sinna eftirspurninni. Auk þess er dýrt fyrir svínabúin að kalla til dýralækna vegna þessa. „Fyrir dýrið er að mínu mati óásættanlegt að það sé verið að gelda án deyfingar. Það er aðalatriðið," segir Sigurborg. „Það verður að finna lausn á þessu". Hún bendir á að hér sé verið að setja á markað bóluefni sem hamlar framleiðslu karlhormóna grísa, og er þá um svokallaða lyfjageldingu að ræða. Bæði lyfjagelding og deyfilyf kosta þó sitt en Sigurborg leggur áherslu á að velferð dýrsins sé í hávegum höfð.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira