Fótbolti

Park búinn að skora í þremur heimsmeistarakeppnum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Park Ji-Sung fagnar marki sínu í dag.
Park Ji-Sung fagnar marki sínu í dag. Mynd/AP

Park Ji-Sung, leikmaður Manchester United og fyrirliði Suður-Kóreumanna á HM í Suður-Afríku, skoraði seinna mark liðsins í 2-0 sigri á Grikkjum í dag.

Park hefur þar með skorað í þremur heimsmeistarakeppnum í röð og er fyrstu Suður-Kóreumaðurinn og annar asíski knattspyrnumaðurinn sem afrekar það.

Sami Al Jaber frá Sádí-Arabíu var eini knattspyrnumaðurinn frá Asíu sem hafði skorað í þremur heimsmeistarakeppnum. Park Ji-Sung hefur skorað eitt mark í hverri keppni og er nú orðinn markahæsti leikmaður Suður-Kóreu á HM ásamt Ahn Jung-Hwan.

Myndir af markinu og fögnuði Suður-Kóreumanna má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.







Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×