Fótbolti

Drobga valdi í dag að hitta læknana í stað þess að æfa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba á æfingu með umbúðir á hægri hendi.
Didier Drogba á æfingu með umbúðir á hægri hendi. Mynd/AP

Didier Drogba, fyrirliði landsliðs Fílabeinsstrandarinnar, er í kapphlaupi við að ná fyrsta leik liðsins á HM á móti Portúgal á þriðjudaginn eftir að hann handleggbrotnaði í síðasta undirbúningsleik liðsins fyrir HM.

Didier Drogba hefur mætt á síðustu æfingar liðsins þar sem hann hefur æft einn með bolta eða verið í sprettum og öðrum hlaupaæfingum.

Drogba mætti ekki á æfingu liðsins í dag þar sem hann valdi frekar að fara að hitta lækna liðsins og forráðamenn liðsins vilja ekki taka neina óþarfa áhættu með fyrirliðann sinn.

Það er enn mikil óvissa með það hvort þessi frábæri framherji geti tekið þátt í leiknum á móti Cristiano Ronaldo og félögum en lið Fílabeinsstrandarinnar er að margra mati helsta von Afríku í keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×