Fótbolti

Englendingar munu valda mestum vonbrigðum á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hollendingarnir Arjen Robben og Wesley Sneijder.
Hollendingarnir Arjen Robben og Wesley Sneijder. AFP
Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hófst í gær og framundan er fótboltaveisla næstu fjórar vikurnar. Fréttablaðið fékk þjálfara Pepsi-deildar karla til að spá fyrir HM og í gær var fjallað um að flestir þeirra hafi spáð Spánverjum Heimsmeistaratitlinum.

Að þessu sinni er komið að því að skoða hvaða þjóð þjálfarnir tólf telja að séu með skemmtilegasta liðið, hver þeir telja að verði stjarna mótsins og síðan hvaða þjóð er líklegust til að valda mestum vonbrigðum í keppninni.

Spánverjar og Hollendingar ættu að bjóða upp á flottasta fótboltann því þrír þjálfarar gáfu hvoru liði atkvæði sem skemmtilegtasta liðið. Suður-Ameríku risarnir Brasilíu og Argentínu fengu báðir tvö atkvæði og þar á eftir komu heimamenn í Suður-Afriku og Gana með eitt atkvæði hvort.

Flestir þjálfararanna eða fjórir spá því að Argentínumaðurinn Lionel Messi verði stjarna mótsins en Spánverjinn Fernando Torres fékk þrjú atkvæði og Englendingurinn Wayne Rooney fékk tvö atkvæði. Aðrir sem voru nefndir til sögunnar sem vætnanleg stjarna mótsins voru Dani Alves hjá Brasilíu, Sergio Agüero hjá Argentínu og David Villa hjá Spáni.

Það er mikil pressa á enska landsliðinu og fimm af tólf þjálfurum Pepsi-deildarinna spá því að liðið ráði ekki við hana og valdi mestum vonbrigðum á HM. Heimsmeistarar Ítalar fengu þar tvö atkvæði og enska liðið var því í nokkrum sérflokki í hrakfaraspám íslensku þjálfaranna.

Spá þjálfara Pespi-deildar:

Hvað verður skemmtilegasta liðið:

Willum Þór Keflavík Argentína

Ólafur, Breiðabliki Holland

Þorvaldur, Fram Argentína

Gunnlaugur, Val Spánn

Heimir, ÍBV Gana

Bjarni, Stjörnunni Suður-Afríka

Ólafur, Fylki Brasilía

Heimir, FH Holland

Guðmundur, Selfossi
Spánn

Logi, KR Brasilía

Andri, Haukum Holland

Ólafur Örn, Grindavík Spánn

Hver verður stjarna mótsins?

Willum Þór Keflavík Lionel Messi

Ólafur, Breiðabliki Lionel Messi

Þorvaldur, Fram Lionel Messi

Gunnlaugur, Val Fernando Torres

Heimir, ÍBV Fernando Torres

Bjarni, Stjörnunni David Villa

Ólafur, Fylki Wayne Rooney

Heimir, FH Daniel Alves

Guðmundur, Selfossi Sergio Agüero

Logi, KR Lionel Messi

Andri, Haukum Wayne Rooney

Ólafur Örn, Grindavík Fernando Torres

Hverjir verða mestu vonbrigðin?

Willum Þór Keflavík Þýskaland

Ólafur, Breiðabliki England

Þorvaldur, Fram England

Gunnlaugur, Val Argentína

Heimir, ÍBV Brasilía

Bjarni, Stjörnunni Ítalía

Ólafur, Fylki Spánn

Heimir, FH England

Guðmundur, Selfossi England

Logi, KR Ítalía

Andri, Haukum Holland

Ólafur Örn, Grindavík England




Fleiri fréttir

Sjá meira


×