Fótbolti

Hræðileg markvarðarmistök Robert Green - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Green liggur eftir í grasinu.
Robert Green liggur eftir í grasinu. Mynd/AP
Robert Green fékk stóra tækifærið frá Fabio Capello, landsliðsþjálfara Englendinga, í fyrsta leik enska liðsins á HM í Suður-Afríku en það er ekki hægt að segja að markvörður West Ham hafi staðist pressuna eða launað ítalska þjálfaranum traustið.

Green gerði hræðileg markvarðarmistök í jöfunarmarki Bandaríkjanna í fyrri hálfleik þegar hann missti laflaust skot Clint Dempsey sem lak síðan inn í markið.

Ljósmyndarar AP-fréttastofunnar voru að sjálfsögðu með myndavélarnar stilltar þegar Green gerði þessi mistök og við höfum tekið saman smá myndasyrpu enda segja myndirnar meira en þúsund orð.

Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.



Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×