Handbolti

Arrhenius gengur í raðir Kiel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arrhenius í leik með Svíum.
Arrhenius í leik með Svíum.

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, er búinn að finna lausn á línumannavandræðum sínum en Svíinn sterki, Marcus Ahlm, varð fyrir því óhappi að handleggsbrotna um daginn.

Alfreð mun fá landa hans, Robert Arrhenius, til þess að fylla skarðið en Ahlm spilar ekki meira á þessu ár. Arrhenius kemur frá Aragon á Spáni.

Arrhenius mun hugsanlega spila með Kiel í kvöld er það sækir Rhein-Neckar Löwen heim.

Svíinn er ekki ókunnugur þýska boltanum eftir að hafa leikið með Nordhorn á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×