Næstkomandi laugardag opnar árleg útskriftarsýning Listaháskóla Íslands í Hafnarhúsinu. Sýningin er jafnan stórskemmtileg enda fríður flokkur nemenda sem vinnur stíft að útskriftarverkefnum sínum vikurnar á undan.
Meðal þeirra sem útskrifast að þessu sinni eru 18 grafískir hönnuðir. Á vefnum maena.is er hægt að sjá sýnishorn af verkum þeirra. Vefurinn er tengdur Mænu 2010, ársriti um grafíska hönnun, sem er gefið út af Hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ og hannað af útskriftarnemendum. Þarna er af mörgu að taka enda hafa nemendurnir verið skólaðir í nýjustu straumum og stefnum greinarinnar og gert fjölmörg verkefni.
Þá eru þeir allir búnir að gera heimasíður sem hægt er að skoða í gegnum vef Listaháskólans. Á vef LHÍ er einnig hægt að skoða heimasíður útskriftarnema síðustu ára.
Tíska og hönnun