Erlent

Ekki skvetta jógúrt ef hinn bílstjórinn er með skammbyssu

Óli Tynes skrifar
Þú vilt semsagt ekki jógúrt.
Þú vilt semsagt ekki jógúrt.

Gerald Williams varð öskuvondur þegar Mark Flannery svínaði fyrir hann á Interstate 95 í Virginíu. Gerald keyrði Lexusinn alveg upp að Toyota Rav4 jeppa Marks og hékk þar. Mark svaraði með því að smábremsa öðru hvoru. Þannig óku þeir í rykkjum eftir Interstate 98 og urðu sífellt reiðari. Loks missti Gerald alveg stjórn á sér. Hann reif upp jógúrt dollu af farþegasætinu og grýtti henni í Toyotuna. Mark dró þá upp skammbyssu og miðaði á Lexusinn.

Mórallinn í sögunni

Sem betur fer höfðu þeir þó vit á að hringja í neyðarlínuna. Báðir í einu. Lögreglan skipaði þeim að beygja út í útskot þar sem lögreglumaður handtók þá báða. Gerald Williams var ákærður fyrir að kasta aðskotahlut í bifreið á ferð, sem er alvarlegur glæpur.

Mark Flannery var ákærður fyrir að aka ógætilega og veifa skammbyssu. Það telst smávægilegt umferðarlagabrot. Mórallinn í þessari sögu er náttúrlega sá að ef þú ert að fara að keyra í Bandaríkjunum skaltu frekar skjóta aðra bílstjóra, en gefa þeim jógúrt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×