Vestia áhugaverður fjárfestingarkostur 20. ágúst 2010 18:59 Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignaumsýslufélagið Vestia af Landsbankanum á tæplega tuttugu milljarða króna. Inni í Vestia eru nokkur af þekktustu fyrirtækjum landsins. Vestia er eignaumsýslufélag Landsbankans sem sér um fyrirtæki sem bankinn hefur tekið yfir en fyrirtækinu er stýrt af Steinþóri Baldurssyni, fyrrverandi yfirmanni á alþjóðasviði Landsbankans. Í dag var tilkynnt að Framtakssjóður Íslands, sem er fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna í stærri fjárfestingum hefði keypt Vestia á 19,5 milljarða króna en með í kaupunum fylgir jafnframt tæplega þrjátíu prósent hlutur í sjóðnum sem Landsbankinn eignast. Vestia hefur á undanförnum mánuðum tekið yfir mikið af verðmætum fyrirtækjum vegna skuldastöðu eigenda þeirra, en Landsbankinn var með mun stærra útlánasafn á íslenskum markaði en bæði Glitnir og Kaupþing. Meðal félaga sem eru inni í Vestia í dag eru sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic Group. Teymi, sem er eignarhaldsfélag í upplýsingatækni og á Vodafone, Skýrr, EJS og HugAx, Húsasmiðjan, sem á 16 verslanir um allt land og Plastprent. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, segir að um áhugaverðan fjárfestingarkost sé að ræða, en samhliða þessu hefur Landsbankinn skuldbundið sig til að taka þátt í hlutafjáraukningu í Framtakssjóðnum og kaupa allt að þriðjungshlut í sjóðnum fyrir allt að 18 milljarða króna. Finnbogi segir sjóðinn kominn með gott eignasafn. „Það er stefna okkar að fara með sjóðinn í að minnsta kosti 60 milljarða. Það er miðað við það að fjárfesta 40% á fyrsta ári, 30% á öðru og 20% á því þriðja og um 10% sem verður viðbótar fjárfestingar," segir Finnbogi. Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Samið um kaup á Vestia Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands. 20. ágúst 2010 12:29 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignaumsýslufélagið Vestia af Landsbankanum á tæplega tuttugu milljarða króna. Inni í Vestia eru nokkur af þekktustu fyrirtækjum landsins. Vestia er eignaumsýslufélag Landsbankans sem sér um fyrirtæki sem bankinn hefur tekið yfir en fyrirtækinu er stýrt af Steinþóri Baldurssyni, fyrrverandi yfirmanni á alþjóðasviði Landsbankans. Í dag var tilkynnt að Framtakssjóður Íslands, sem er fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna í stærri fjárfestingum hefði keypt Vestia á 19,5 milljarða króna en með í kaupunum fylgir jafnframt tæplega þrjátíu prósent hlutur í sjóðnum sem Landsbankinn eignast. Vestia hefur á undanförnum mánuðum tekið yfir mikið af verðmætum fyrirtækjum vegna skuldastöðu eigenda þeirra, en Landsbankinn var með mun stærra útlánasafn á íslenskum markaði en bæði Glitnir og Kaupþing. Meðal félaga sem eru inni í Vestia í dag eru sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic Group. Teymi, sem er eignarhaldsfélag í upplýsingatækni og á Vodafone, Skýrr, EJS og HugAx, Húsasmiðjan, sem á 16 verslanir um allt land og Plastprent. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, segir að um áhugaverðan fjárfestingarkost sé að ræða, en samhliða þessu hefur Landsbankinn skuldbundið sig til að taka þátt í hlutafjáraukningu í Framtakssjóðnum og kaupa allt að þriðjungshlut í sjóðnum fyrir allt að 18 milljarða króna. Finnbogi segir sjóðinn kominn með gott eignasafn. „Það er stefna okkar að fara með sjóðinn í að minnsta kosti 60 milljarða. Það er miðað við það að fjárfesta 40% á fyrsta ári, 30% á öðru og 20% á því þriðja og um 10% sem verður viðbótar fjárfestingar," segir Finnbogi.
Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Samið um kaup á Vestia Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands. 20. ágúst 2010 12:29 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Samið um kaup á Vestia Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands. 20. ágúst 2010 12:29