Viðskipti innlent

Litu framhjá hjónabandi Jóns Ásgeirs og Ingibjargar

Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir giftu sig með pomp og prakt. Glitnir leit þó ekki svo á að þau væru fjárhagslega tengd.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir giftu sig með pomp og prakt. Glitnir leit þó ekki svo á að þau væru fjárhagslega tengd.

Glitnir tengdi ekki saman áhættu á Stím ehf., og FL Group, síðar Stoða, þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi talið umtalsverðar líkur á að ef FL Group lenti

í fjárhagslegum erfiðleikum myndi Stím ehf. jafnframt lenda í fjárhagslegum erfiðleikum.

Eina eign Stím voru bréf í Glitni annarsvegar og FL Group hinsvegar, en þau bréf voru þriðjungur af eignum félagsins. Stím fékk lán hjá Glitni til þess að kaupa bréfin en engin veð voru lögð fyrir láninu sem hljóp á milljörðum.

Þá flokkaði Glitnir heldur ekki lán til félaga í eigu Ingibjargar Pálmadóttur með áhættu á hendur Baugur Group og félögum tengdum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.

Var þetta gert þrátt fyrir að Jón Ásgeir og Ingibjörg væru saman í fjölmörgum fjárfestingum og hefðu til margra ára verið í sambúð og hjónabandi frá árinu 2007.

Samkvæmt minnisblaði Fjármálaeftirlitsins frá nóvember 2008 tengdi Landsbankinn ekki heldur saman áhættu á þau í útlánaskýrslum árið 2007.

Rannsóknarnefndin telur að bankarnir hafi ekki tekið almennt ábendingum Fjármálaeftirlitsins þegar kom til tenginga stórra áhættuskuldbindinga, heldur

var fremur reynt að sannfæra Fjármálaeftirlitið um að áhætturnar væru í raun ekki tengdar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×