Innlent

Segist ekki hafa stundað ritstuld

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson

„Ég hef ekki brotið neitt af mér," segir Jón Halldór Guðmundsson. Meistaragráða hans í lögfræði hefur nú verið felld úr gildi vegna ritstuldar. Hann segist vera að skoða málið.

Meistararitgerðin hans fjallaði um áhrif EES-samningsins á íslenskan skattarétt. Hann er annar eigenda fyrirtækisins Skattar - ráðgjöf og aðstoð.

„Hvernig bregst maður við þegar er ráðist svona á mann? [...] Ég hef ekki stundað ritstuld, hvorki fyrr né síðar," segir Jón. Hann segir ekki tímabært að upplýsa hvort hann muni bregðast við þessari niðurstöðu háskólans með einhverjum hætti, eða hvernig.

Þegar sú fullyrðing rektors að um ritstuld sé að ræða er borin undir Jón segir hann: „Það er bara ekki rétt hjá honum. Hann er ekki lögfróður maður og veit ekki hver túlkunin er á bak við ritstuld. Ritstuldur er stórt og mikið mál sem maður leggur ekki í að ákæra menn fyrir án þess að skoða það nánari athugun. Ritstuldur og til dæmis brot á höfundarrétti er ekki sami hlutur," segir Jón. Hann segist þó ekki heldur hafa brotið gegn höfundarrétti.






Tengdar fréttir

Meistaragráða felld úr gildi vegna ritstuldar

Meistaragráða nemanda sem útskrifaðist með lögfræðipróf frá Háskólanum á Bifröst sumarið 2008 hefur verið felld úr gildi þar sem nemandinn varð uppvís að ritstuldi í lokaritgerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×