Fótbolti

Capello missti sig - Húðskammaði ljósmyndara

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Capello ræðir við ljósmyndarana í morgun.
Capello ræðir við ljósmyndarana í morgun. GettyImages
Fabio Capello missti stjórn á skapi sínu í morgun áður en enska landsliðið fór á æfingu. Þá öskraði hann á ljósmyndara sem honum fannst of ágengir.

"Tekurðu líka myndir á herbergjunum?" spurði Capello ljósmyndara sem var að mynda enska liðið innanhúss.

Hann var mjög ósáttur þegar ljósmyndarar mynduðu enska liðið í safarí-ferð sinni í gær og var pirringur hans líklega kominn þaðan.

Hann sendi ljósmyndurum nokkur vel valin orð áður en hann horfði reiðilega á þá í smá stund áður en hann gekk í burtu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×