Erlent

Ráðagóðar löggur

Óli Tynes skrifar
Hoppukastali.
Hoppukastali.

Lögreglumenn í bænum Swansea í Wales voru kvaddir til þegar fullorðinn maður tók sér stöðu á þakbrún fimm hæða verslunarhúss og hugðist svipta sig lífi með því að stökkva framaf. Samningateymi var sent til þess að tala um fyrir manninum og á meðan veltu lögreglumenn fyrir sér hvernig þeir gætu tekið af honum fallið ef illa færi. Einum þeirra datt snjallræði í hug.

Meðan samningamennirnir ræddu við manninn þaut hann inn í verslunarhúsið og leigði þar hoppukastala. Lögreglumennirnir blésu svo kastalann upp meðan á viðræðunum stóð. Ekki reyndi þó á hoppukastalann. Eftir sjö klukkusstunda þref var ungri lögreglukonu orðið svo kalt að hún einfaldlega gekk að manninum og rétti honum hendina. Hann tók í útrétta hendina og hún leiddi hann burt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×