Blikakonur töpuðu 0-3 í fyrri leiknum á móti Juvisy Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2010 17:43 Fanndís Friðriksdóttir í leiknum í dag. Mynd/Pjetur Breiðablikskonur töpuðu 0-3 fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Franska liðið var mun sterkara liðið og baráttuglaðar Blikakonur komust lítið áleiðis í sóknarleik sínum. Róðurinn verður því þungur fyrir Breiðabliksliðið í seinni leiknum í Frakklandi eftir þrjár vikur. Það tók franska liðið ekki nema sjö mínútur að komast yfir í leiknum. Laëtitia Tonazzi sem hafði tveimur mínútum áður átt gott færi af markteig, fiskaði núna aukaspyrnu fyrir framan vítateiginn. Þar steig reynsluboltinn Sandrine Soubeyrand fram og skoraði með föstu skoti án þess að Birna Kristjansdóttir kæmi neinum vörnum við. Blikar áttu sitt besta færi í hálfleiknum eftir hornspyrnu á 23. mínútu þegar umrædd Sandrine Soubeyrand varði þrumuskot Hörpu Þorsteinsdóttur á marklínu en einhverjir vildu eflaust meina að hún hafi notað hendurnar en ekkert var þó dæmt. Franska liðið var með ágæt tök á leiknum og átti nokkrar hættulegar sóknir til viðbótar en Blikastelpur náðu ekki að nýta sér næginlega vel þegar þær fengu tækifæri á skyndisóknum. Vitlausar ákvarðanir og rangstöður sáu til þess að liðið náði ekki að skapa sér nein færi þrátt fyrir lofandi sóknir. Fyrirliðinn Sandrine Soubeyrand stýrði leiknum af miðjunni eins og hún er þekkt fyrir og franska liðið skapaði auk þess ávallt hættu í föstum leikatriðum. Birna Kristjansdóttir var mjög óörugg í Blikamarkinu framan af leik en óx ásmegin eftir því sem leið á á leikinn og varði nokkrum sinnum mjög vel í seinni hálfleiknum. Hún gerði hinsvegar slæm mistök í öðru markinu þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. Markið kom aðeins nokkrum sekúndum eftir að Blikarnir höfðu farið illa með lofandi skyndisókn en í stað þess að jafna leikinn fengu þær á sig ódýrt annað mark. Laëtitia Tonazzi innsiglaði síðan 3-0 sigur franska liðsins sem skoti utarlega úr teignum eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Sandrine Soubeyrand. Franska liðið var með góð tök á leiknum allan tímann og þrátt fyrir að Blikastúlkur hafi barist vel þá var þeim refsað með tveimur mörkum í lokin þegar þær fóru að þreytast. Seinni leikurinn fer fram í Frakklandi eftir þrjár vikur og það er lítið í stöðunni fyrir Blikaliðið en að sækja sér í góða reynslu og spila fyrir stoltið. Raunhæfur möguleiki á sæti í 16 liða úrslitunum er hinsvegar úr sögunni. Breiðablik - Juvisy Essonne 0-3Mörkin: 0-1 Sandrine Soubeyrand, aukaspyrna (7.) 0-2 Gaëtane Thiney, langskot (72.) 0-3 Laëtitia Tonazzi (78.)Tölfræðin: Skot (á mark): 1-22 (1-12) Varin skot: Birna - Audrey Malet 0 Horn: 1-10 Aukaspyrnur fengnar: 5-15 Rangstæður: 5-2Breiðablik: Birna Kristjansdóttir Ásta Eir Árnadóttir (84., Ásta Einarsdóttir) Anna Birna Þorvardardóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Hildur Sif Hauksdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (80., Þórdís Sigfúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdottir Harpa Þorsteinsdóttir (89., Sigrún Inga Ólafsdóttir) Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira
Breiðablikskonur töpuðu 0-3 fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Franska liðið var mun sterkara liðið og baráttuglaðar Blikakonur komust lítið áleiðis í sóknarleik sínum. Róðurinn verður því þungur fyrir Breiðabliksliðið í seinni leiknum í Frakklandi eftir þrjár vikur. Það tók franska liðið ekki nema sjö mínútur að komast yfir í leiknum. Laëtitia Tonazzi sem hafði tveimur mínútum áður átt gott færi af markteig, fiskaði núna aukaspyrnu fyrir framan vítateiginn. Þar steig reynsluboltinn Sandrine Soubeyrand fram og skoraði með föstu skoti án þess að Birna Kristjansdóttir kæmi neinum vörnum við. Blikar áttu sitt besta færi í hálfleiknum eftir hornspyrnu á 23. mínútu þegar umrædd Sandrine Soubeyrand varði þrumuskot Hörpu Þorsteinsdóttur á marklínu en einhverjir vildu eflaust meina að hún hafi notað hendurnar en ekkert var þó dæmt. Franska liðið var með ágæt tök á leiknum og átti nokkrar hættulegar sóknir til viðbótar en Blikastelpur náðu ekki að nýta sér næginlega vel þegar þær fengu tækifæri á skyndisóknum. Vitlausar ákvarðanir og rangstöður sáu til þess að liðið náði ekki að skapa sér nein færi þrátt fyrir lofandi sóknir. Fyrirliðinn Sandrine Soubeyrand stýrði leiknum af miðjunni eins og hún er þekkt fyrir og franska liðið skapaði auk þess ávallt hættu í föstum leikatriðum. Birna Kristjansdóttir var mjög óörugg í Blikamarkinu framan af leik en óx ásmegin eftir því sem leið á á leikinn og varði nokkrum sinnum mjög vel í seinni hálfleiknum. Hún gerði hinsvegar slæm mistök í öðru markinu þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. Markið kom aðeins nokkrum sekúndum eftir að Blikarnir höfðu farið illa með lofandi skyndisókn en í stað þess að jafna leikinn fengu þær á sig ódýrt annað mark. Laëtitia Tonazzi innsiglaði síðan 3-0 sigur franska liðsins sem skoti utarlega úr teignum eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Sandrine Soubeyrand. Franska liðið var með góð tök á leiknum allan tímann og þrátt fyrir að Blikastúlkur hafi barist vel þá var þeim refsað með tveimur mörkum í lokin þegar þær fóru að þreytast. Seinni leikurinn fer fram í Frakklandi eftir þrjár vikur og það er lítið í stöðunni fyrir Blikaliðið en að sækja sér í góða reynslu og spila fyrir stoltið. Raunhæfur möguleiki á sæti í 16 liða úrslitunum er hinsvegar úr sögunni. Breiðablik - Juvisy Essonne 0-3Mörkin: 0-1 Sandrine Soubeyrand, aukaspyrna (7.) 0-2 Gaëtane Thiney, langskot (72.) 0-3 Laëtitia Tonazzi (78.)Tölfræðin: Skot (á mark): 1-22 (1-12) Varin skot: Birna - Audrey Malet 0 Horn: 1-10 Aukaspyrnur fengnar: 5-15 Rangstæður: 5-2Breiðablik: Birna Kristjansdóttir Ásta Eir Árnadóttir (84., Ásta Einarsdóttir) Anna Birna Þorvardardóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Hildur Sif Hauksdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (80., Þórdís Sigfúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdottir Harpa Þorsteinsdóttir (89., Sigrún Inga Ólafsdóttir)
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira