Viðskipti erlent

Líbýumenn hafa áhuga á að kaupa BP olíufélagið

Stjórnvöld í Líbýu hafa nú áhuga á því að kaupa BP olíufélagið en hlutir í BP hafa hrapað í verði undanfarna mánuði eða frá því olíulekinn á Mexíkóflóa hófst í apríl.

Samkvæmt frétt um málið á BBC mun það vera ætlun Líbýumanna að nota þjóðarsjóð sinn til að kaupa hluti í BP. Haft er eftir Shokri Ghanem forstjóra Líbýska olíufélagsins að gott verð sé á BP hlutum í augnablikinu fyrir þá sem eru að leita eftir góðum viðskiptatækifærum.

Aðrir sem orðaðir hafa verið við kaup á BP eru Fjárfestingarsjóður Kuwait, kínverska ríkisolíufélagið PetroChina og bandaríski olíurisinn Exxon Mobil.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×