Handbolti

Snorri Steinn: Vill sjá miklu fleiri áhorfendur á morgun

Elvar Geir Magnússon skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson.

Ísland og Danmörk gerðu 33-33 jafntefli í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í kvöld. Seinni leikurinn verður annað kvöld.

Snorri Steinn Guðjónsson segir gæði leiksins hafa verið fín. „Þetta var fínn leikur miðað við að bæði liðin voru bara að hittast í gær. Það er margt sem við getum bætt og allt það."

Sóknarleikurinn var lengst um allt í lagi og varnarleikurinn kom til en þetta var bara æfingaleikur til að þróa okkur og bæta okkar leik. Jafntefli voru sanngjörn úrslit," sagði Snorri.

„Við förum í leikinn á morgun af fullum krafti en ég vill klárlega sjá miklu fleiri áhorfendur á hann og helst troðfulla höll. Mætingin á þennan leik var alls ekki nægilega góð að mínu mati. Samt sem áður vil ég þakka því fólki sem mætti, það stóð sig vel."

„Árangur síðustu tveggja móta ætti að vera nóg til að fá fleiri í húsið. Þessir leikir eru mikil skemmtun og ef fólk styður við bakið á okkur verður þetta líka skemmtilegra fyrir okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×