Fótbolti

Milner enn veikur og missti aftur af æfingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
James Milner í æfingaleiknum gegn Platinum Stars á mánudaginn.
James Milner í æfingaleiknum gegn Platinum Stars á mánudaginn. Nordic Photos / Getty Images

James Milner, leikmaður Aston Villa, missti af æfingu enska landsliðsins í morgun, rétt eins og í gær, þar sem hann er enn með smávægilegan hita.

Fabio Capello vill ekki taka þá áhættu að Milner smiti aðra leikmenn og því hélt hann kyrru fyrir á hóteli liðsins.

Ledley King getur ekki æft eins og aðrir leikmenn vegna sinna hnémeiðsla og er því oftast í ræktinni á milli leikja. Aðrir leikmenn enska landsliðsins tóku þátt í hefðbundinni æfingu í morgun.

England mætir Bandaríkjunum í fyrsta leik sínum á HM á laugardaginn kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×