Innlent

Íslendingur í N-Kóreu: Kominn til Kína

Nítján ára drengur, Ævar Ingi Matthíasson, sem staddur var í Norður-Kóreu þegar heimamenn gerðu stórskotaliðsárás á Suður-Kóreu í gærmorgun, er nú kominn yfir landamærin til Kína þar sem faðir hans er búsettur.

Móðir Ævars gerði utanríkisráðuneytinu viðvart í gær og gerði það sendiráði Íslands í Peking viðvart en það sér um sendiráðsstörf gagnvart Norður-Kóreu.

Móðir Ævars, Katrín Lilja Ævarsdóttir, fékk þær fréttir í morgun að sonur sinn sé kominn yfir landamærin til Kína en faðir Ævars býr í Sjanghæ. Að sögn hennar eru hann nú í lest á leið til borgarinnar.

Að sögn utanríkisráðuneytisins er ekki vitað til þess að fleiri Íslendingar hafi verið í landinu þegar átökin brutust út.

Viðbót:

Í upphaflegri frétt sagði að drengurinn hafi verið á ferð með föður sínum og íslenskri konu en það reyndist á misskilningi byggt.




Tengdar fréttir

Íslendingar í Norður-Kóreu

Íslenskir feðgar voru staddir í Norður-Kóreu þegar heimamenn gerðu stórskotaliðsárás á suður-kóreska eyju í morgun. „Auðvitað er manni ekki sama. Það getur allt gerst,“ segir Katrín Lilja Ævarsdóttir, móðir Ævars Inga Matthíassonar sem staddur er í Norður-Kóreu ásamt föður hans. Feðgarnir fóru yfir landamæri Kína og Norður-Kóreu síðastliðinn föstudag ásamt hópi ferðmanna og leiðsögumanns. „Þeir náðu að láta vita af sér í morgun og voru heilir á höldnu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×