Fótbolti

Sölvi Geir og félagar slógu út FH-banana í BATE Borisov

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen í leiknum í kvöld.
Sölvi Geir Ottesen í leiknum í kvöld. Mynd/AFP
Sölvi Geir Ottesen og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn slógu í kvöld út FH-banana í BATE Borisov í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar. FCK vann seinni leikinn 3-2 á Parken eftir að þau gerðu markalaust jafntefli í Hvíta-Rússlandi í síðustu viku.

BATE-liðið fór létt með Íslandsmeistara FH í síðustu umferð en Hvít-Rússarnir lentu 2-0 undir í leiknum á Parken í kvöld. Þeir náðu hinsvegar að jafna með tveimur mörkum á lokamínútum fyrri hálfleiks og voru því á leiðinni áfram þar til að Danir skoruðu sigurmarkið sitt á 59. mínútu.

Sölvi Geir Ottesen lék allan leikinn í vörn FC Kaupmannahöfn en mörk liðsins skoruðu þeir César Santin, William Kvist og Dame N'Doye. Sá síðastnefndi tryggði danska liðinu sæti í næstu umferð eftir að BATE-liðið hafði náð að jafna í 2-2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×