Þriðja hrunið er í nánd segir Vilhjálmur 10. september 2010 05:00 Ekki hægt að sakfella ráðherra fyrir bankahrunið án þess að ríkið verði bótaskylt segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/Rósa „Það þarf að hætta að slátra köttum en fara á fullt í að veiða mýs,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og varar við afleiðingum þess að fyrrverandi ráðherrar verði ákærðir fyrir vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins. Vilhjámur segir í pistli á heimasíðu SA að ekki sé útilokað að annað hrun verði í fjármálakerfinu ef allt fari á versta veg fyrir fjármálafyrirtækin vegna ólögmætis gengisbundinna lána. „Þriðja hrunið er ennfremur raunhæfur möguleiki en það gæti gert sjálft ríkið gjaldþrota,“ skrifar Vilhjálmur og bendir á að senn ákveði Alþingi hvort sækja eigi nokkra fyrrverandi ráðherra til saka fyrir vanrækslu. „Vand-séð er hvernig hægt er að sakfella þetta fólk fyrir vanrækslu án þess að ríkið sjálft verði þá bótaskylt vegna afleiðinga meintra misgjörða þeirra.“ Vilhjálmur segir að vera megi „að einhver mikil réttlætisþörf búi að baki áformum um að hafa æru af“ viðkomandi ráðherrum. „En spurningin er hvort þjóðin hafi efni á slíku réttlæti? Er það ekki hún sjálf sem hlýtur þá mestu refsinguna með hugsanlegu gjaldþroti ríkisins?“ skrifar Viljálmur og kveður nær að líta til þjóða sem farið hafi leið sátta og samstöðu til að gera upp erfið mál. „Alþingismenn þurfa að sjást fyrir í störfum sínum. Það er ekki ráðlegt að svala pólitískum hefndarþorsta sínum með því að setja framtíð ríkisins í óvissu. Því menningarbyltingarkennda ástandi sem ríkt hefur þarf að linna.“ - gar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
„Það þarf að hætta að slátra köttum en fara á fullt í að veiða mýs,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og varar við afleiðingum þess að fyrrverandi ráðherrar verði ákærðir fyrir vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins. Vilhjámur segir í pistli á heimasíðu SA að ekki sé útilokað að annað hrun verði í fjármálakerfinu ef allt fari á versta veg fyrir fjármálafyrirtækin vegna ólögmætis gengisbundinna lána. „Þriðja hrunið er ennfremur raunhæfur möguleiki en það gæti gert sjálft ríkið gjaldþrota,“ skrifar Vilhjálmur og bendir á að senn ákveði Alþingi hvort sækja eigi nokkra fyrrverandi ráðherra til saka fyrir vanrækslu. „Vand-séð er hvernig hægt er að sakfella þetta fólk fyrir vanrækslu án þess að ríkið sjálft verði þá bótaskylt vegna afleiðinga meintra misgjörða þeirra.“ Vilhjálmur segir að vera megi „að einhver mikil réttlætisþörf búi að baki áformum um að hafa æru af“ viðkomandi ráðherrum. „En spurningin er hvort þjóðin hafi efni á slíku réttlæti? Er það ekki hún sjálf sem hlýtur þá mestu refsinguna með hugsanlegu gjaldþroti ríkisins?“ skrifar Viljálmur og kveður nær að líta til þjóða sem farið hafi leið sátta og samstöðu til að gera upp erfið mál. „Alþingismenn þurfa að sjást fyrir í störfum sínum. Það er ekki ráðlegt að svala pólitískum hefndarþorsta sínum með því að setja framtíð ríkisins í óvissu. Því menningarbyltingarkennda ástandi sem ríkt hefur þarf að linna.“ - gar
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira