Fótbolti

Katrín Ómarsdóttir spilar níu leiki með Kristianstad í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Ómarsdóttir með landsliðinu gegn Frökkum á EM.
Katrín Ómarsdóttir með landsliðinu gegn Frökkum á EM. Mynd/Ossi Ahola
Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir mun spila með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í sumar en sænska félagið er búið að tilkynna um komu hennar á heimasíðu sinni.

Katrín Ómarsdóttir mun spila með Kristianstad í sumarfríinu sínu frá námi í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hún spilar fótbolta með háskólaliði CAL.

Fyrsti leikur Katrínar með Kristianstad verður á móti LdB Malmö 9. maí en hún mun ná því að spila níu leiki með liðinu í sumar.

Það er nóg að Íslendingum fyrir hjá Kristianstad, Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið og þær Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Erla Steina Arnardóttir spila með liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×