Fótbolti

Ætlum að vinna Þjóðverja fyrir Brad

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lucas Neill, fyrirliði Ástralíu.
Lucas Neill, fyrirliði Ástralíu. Nordic Photos / Getty Images

Lucas Neill, fyrirliði ástralska landsliðsins, segir að leikmenn ætli að vinna Þýskaland í fyrsta leik á HM fyrir markvörðinn Brad Jones.

Jones yfirgaf herbúðir ástralska landsliðsins í gær og sneri aftur til síns heima eftir að sonur hans greindist með hvítblæði.

Fregnirnar virtust hafa mikil áhrif á ástralska landsliðið sem tapaði, 3-1, fyrir Bandaríkjunum í æfingaleik á laugardag.

Neill sagði þó að fréttirnar hefðu þjappað mönnum vel saman. „Þetta mun gefa okkur þá innspýtingu sem við þurfum til að ná árangri," sagði hann.

„En Þýskaland er með betra lið en við og er því líklegri aðilinn í leiknum. Jafntefli væru frábært úrslit en við getum komið knattspyrnuheiminum í opna skjöldu með sigri."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×