Ber bleiku slaufuna með stolti 1. október 2010 11:00 Ragnheiður I. Margeirsdóttir, hönnuður bleiku slaufunnar 2010, Ágústa Erna Hilmarsdóttir, Guðbjartur Hannesson og Stefanía Guðmundsdóttir. MYNDIR/Hreinn Magnússon Bleika slaufan, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, hefst formlega í dag. Félagið sett sér það markmið að selja 50 þúsund slaufur fram til 15. október þegar slaufusölunni lýkur. Í ár var í fyrsta sinn haldin samkeppni um hönnun bleiku slaufunnar og bar Ragnheiður I. Margeirsdóttir sigur úr býtum. Var slaufan afhjúpuð við athöfn í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra afhenti fyrstu slaufurnar þremur konum sem allar hafa barist við krabbamein. Þær heita Stefanía Guðmundsdóttir, Ágústa Erna Hilmarsdóttir og Guðný Kristrún Guðjónsdóttir. „Þær Stefanía, Ágústa Erna og Guðný Kristrún fá fyrstu slaufurnar því að í okkar augum eru þær hvunndagshetjur, venjulegar konur sem þurfa að horfast í augu við erfiðan sjúkdóm," sagði Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra við athöfnina. „Þær eru á ólíkum aldri og berjast við ólík krabbamein en eiga það sameiginlegt að sýna mikið hugrekki og dugnað í að sinna málum er varða þá sem greinast með krabbamein." Hann þakkaði Krabbameinsfélaginu fyrir ötula baráttu í gegnum tíðina. Enn mætti þó gera betur og hvatti hann alla landsmenn til að kaupa bleiku slaufuna og kvaðst sjálfur myndi bera hana með stolti í október, til stuðnings góðu málefni. Á hverju ári velur Krabbameinsfélagið eitt hús á höfuðborgarsvæðinu til að lýsa upp í tilefni átaksins og var Menntaskólinn í Reykjavík baðaður bleiku ljósi í gær eins og myndirnar sýna einnig. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Lífið Tengdar fréttir Sigurvegari Bleiku slaufunnar 2010 - myndband „Þetta er alveg þvílíkt flott fjöður í hnappagatið," sagði Ragnheiður Ingibjörg Margeirsdóttir vöruhönnuður sem sigraði samkeppnina um Bleiku slaufuna 2010. Á áttunda tug tilllagna bárust í keppnina sem haldin er af Krabbameinsfélagi Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands, en samhliða tilkynningu á sigurvegara var efnt til sýningar á völdum tillögum sem bárust í keppnina. 28. júní 2010 15:00 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Bleika slaufan, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, hefst formlega í dag. Félagið sett sér það markmið að selja 50 þúsund slaufur fram til 15. október þegar slaufusölunni lýkur. Í ár var í fyrsta sinn haldin samkeppni um hönnun bleiku slaufunnar og bar Ragnheiður I. Margeirsdóttir sigur úr býtum. Var slaufan afhjúpuð við athöfn í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra afhenti fyrstu slaufurnar þremur konum sem allar hafa barist við krabbamein. Þær heita Stefanía Guðmundsdóttir, Ágústa Erna Hilmarsdóttir og Guðný Kristrún Guðjónsdóttir. „Þær Stefanía, Ágústa Erna og Guðný Kristrún fá fyrstu slaufurnar því að í okkar augum eru þær hvunndagshetjur, venjulegar konur sem þurfa að horfast í augu við erfiðan sjúkdóm," sagði Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra við athöfnina. „Þær eru á ólíkum aldri og berjast við ólík krabbamein en eiga það sameiginlegt að sýna mikið hugrekki og dugnað í að sinna málum er varða þá sem greinast með krabbamein." Hann þakkaði Krabbameinsfélaginu fyrir ötula baráttu í gegnum tíðina. Enn mætti þó gera betur og hvatti hann alla landsmenn til að kaupa bleiku slaufuna og kvaðst sjálfur myndi bera hana með stolti í október, til stuðnings góðu málefni. Á hverju ári velur Krabbameinsfélagið eitt hús á höfuðborgarsvæðinu til að lýsa upp í tilefni átaksins og var Menntaskólinn í Reykjavík baðaður bleiku ljósi í gær eins og myndirnar sýna einnig.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Lífið Tengdar fréttir Sigurvegari Bleiku slaufunnar 2010 - myndband „Þetta er alveg þvílíkt flott fjöður í hnappagatið," sagði Ragnheiður Ingibjörg Margeirsdóttir vöruhönnuður sem sigraði samkeppnina um Bleiku slaufuna 2010. Á áttunda tug tilllagna bárust í keppnina sem haldin er af Krabbameinsfélagi Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands, en samhliða tilkynningu á sigurvegara var efnt til sýningar á völdum tillögum sem bárust í keppnina. 28. júní 2010 15:00 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Sigurvegari Bleiku slaufunnar 2010 - myndband „Þetta er alveg þvílíkt flott fjöður í hnappagatið," sagði Ragnheiður Ingibjörg Margeirsdóttir vöruhönnuður sem sigraði samkeppnina um Bleiku slaufuna 2010. Á áttunda tug tilllagna bárust í keppnina sem haldin er af Krabbameinsfélagi Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands, en samhliða tilkynningu á sigurvegara var efnt til sýningar á völdum tillögum sem bárust í keppnina. 28. júní 2010 15:00