Erlent

Fjórtán manns skotnir í Malmö

Óli Tynes skrifar
Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Sænska lögreglan gerir nú mikla leit að manni sem hefur skotið fjórtán manns af handahófi undanfarna daga. Þrír voru skotnir í nótt.

Enginn hefur látist en margir eru alvarlega særðir. Nokkrir þeirra hafa verið skotnir í magann eða bakið. Skotmaðurinn er á ferðinni eftir myrkur og skýtur á fólk úr launsátri.

Hann virðist hafa leysigeislasigti á byssu sinni því sum fórnarlambanna hafa minnst á að hafa séð leysigeisla á flökti áður en skotið reið af. Flestir þeirra sem hafa verið skotnir eru af erlendu bergi brotnir.

Talið er að maðurinn noti sjálfvirkt skotvopn við iðju sína. Lögreglan telur að skotmaðurinn sé ekki heill á geði. Nítján ára gamall maður var tekinn til yfirheyrslu í nótt en enn er ekkert vitað um hvort hann tengist málinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×