Fótbolti

Bayern lagði Freiburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Toni Kroos og Bastian Schweinsteiger fagna í kvöld.
Toni Kroos og Bastian Schweinsteiger fagna í kvöld. Nordic Photos / Bongarts

Bayern virðist komið aftur á skrið í þýsku úrvalsdeildinni eftir heldur slæma byrjun á tímabilinu í haust.

Bayern vann í kvöld 4-2 sigur á Freiburg með mörkum frá Martin Demichelis, Mario Gomez, Anatoliy Tymoschuk og Toni Kroos.

Með sigrðinum færðist liðið upp í sjöunda sæti deildarinnar og er það nú með fimmtán stig eftir tíu leiki. Liðið hefur ekki tapað þremur leikjum í röð eftir að hafa unnið aðeins tvo af fyrstu sjö.

Mainz er á toppi deildarinnar með 24 stig og Dortmund í öðru með 22. Hoffenheim, lið Gylfa Þórs Sigurðssonar, er í fjórða sæti með fimmtán stig, en með betra markahlutfall en Bayern og þrjú lið til viðbótar sem eru með sama stigafjölda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×