Áfram nú! Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 22. október 2010 06:00 Á mánudaginn, 25. október, munu konur um allt land leggja niður vinnu kl. 14.25 og safnast saman víða um land til fjölbreyttra aðgerða. Annars vegar er kvennafríið sjálft helgað baráttunni fyrir launajafnrétti kynjanna en einnig er dagurinn tileinkaður baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Í ár er einnig minnst merkra áfanga kvennabaráttunnar og í dag heiðrum við minningu þeirra sem hafa barist fyrir þeim. Með sanni má segja að síðasta öld hafi verið öld kvennabaráttunnar en enn blasa við mikilvæg verkefni sem okkur ber skylda til þess að vinna að. Kynbundið ofbeldi – ekki meirRíkisstjórn og Alþingi hafa stigið markviss skref í jafnréttismálum, ekki síst í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, mansali og vændi. Við munum halda ótrauð áfram á sömu braut, innleiða austurrísku leiðina og nýja framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum og síðast en ekki síst vinna nýja framsækna áætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Talið er að um þriðja hver kona verði fyrir kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Í sögulegu samhengi er örstutt síðan þagnarmúrinn í kringum ofbeldið var rofinn og enn erum við sem samfélag að grafa upp misgjörðir fortíðarinnar sem urðu þögguninni að bráð. Enn er ofbeldið gegn konum og börnum smánarblettur á samfélagi okkar. Það þrekvirki sem þolendur kynbundins ofbeldis hafa unnið með stofnun samtaka á borð við Kvennaathvarfið, Stígamót, Blátt áfram og nú síðast Drekaslóð er aðdáunarvert. Í þessari baráttu eru margar hetjur. Það er til marks um mikinn árangur að sjónarhorn baráttunnar hefur getað færst frá því að sannfæra samfélagið í heild um að brotin eigi sér stað, séu umfangsmikil og hafi gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir heill og helgi hvers sem fyrir verður - og yfir í það að beinast að stofnanakerfi samfélagsins, lagaumgjörð, réttarvörslukerfi og viðbúnaði þess til að bregðast við. Þar er mikið verk að vinna. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnarNú stendur yfir endurskoðun á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi, en sú áætlun sem nú er að renna sitt skeið á enda hefur skilað miklum árangri. Þar ber hæst bæði rannsóknir og útgáfu á viðamiklu fræðsluefni ætlað ýmsum fagstéttum sem eru annaðhvort í aðstöðu til að greina eða veita þolendum aðstoð. Í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er unnið að úrbótum á lagaumgjörð, meðal annars með það að markmiði að heimila lögreglu að fjarlægja ofbeldismenn af heimili, sem gjarnan er nefnt austurríska leiðin. Okkur ber skylda til þess að tryggja að réttarvörslukerfið gegni á hverjum tíma þeirri grundvallarskyldu sinni að verja þolendur. Rétt er í þessu samhengi að nefna aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali sem samþykkt var í mars 2009, en eftir henni er unnið af kappi. Baráttan gegn mansali er liður í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi enda rík tengsl þar á milli. Klukkan 14.25Það er ekki hending ein að konur eru hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14.25 á mánudaginn kemur. Væru konur almennt með sömu tekjur og karlar væru þær á þeirri mínútu búnar að ná þeim daglaunum sem þeim eru núna greidd. Þetta endurspeglar tekjumuninn í heild á milli karla og kvenna. Núna vantar aðeins eitt ár upp á að fyrstu lögin um launajafnrétti kynjanna nái hálfrar aldar afmæli. Sú spurning er áleitin hvers vegna ekki hefur meira áunnist á síðari árum. Stjórnvöld hafa ráðist í fjölmargar rannsóknir, skipað nefndir og efnt til aðgerða til að vinna á vandanum, en árangurinn er umdeilanlegur. Svo virðist sem samfélagið endurskapi og viðhaldi í sífellu þeim viðhorfum sem styðja við hinn kynskipta vinnumarkað og vanmat á kvennastéttum. Í samkeppni um stöður og stóru launatékkana virðast karlarnir bindast tryggðaböndum sem viðhalda forskoti þeirra gagnvart konum. Ég mun leggja áherslu á að launajafnréttið verði eitt af forgangsmálum í nýrri framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. Það er staðreynd að hvern dag vinnur meirihluti íslenskra kvenna langan vinnudag utan og innan heimila fyrir lægri laun en karlar. Þessar konur leggja grunn að velferð samfélags okkar á mörgum sviðum og ég skora á aðila vinnumarkaðarins að tryggja að það endurspeglist nú í komandi kjarasamningum. Ég skora á alla vinnuveitendur um land allt að gefa konum frí kl. 14.25 á mánudaginn kemur og sýna með því samstöðu með hetjum dagsins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Á mánudaginn, 25. október, munu konur um allt land leggja niður vinnu kl. 14.25 og safnast saman víða um land til fjölbreyttra aðgerða. Annars vegar er kvennafríið sjálft helgað baráttunni fyrir launajafnrétti kynjanna en einnig er dagurinn tileinkaður baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Í ár er einnig minnst merkra áfanga kvennabaráttunnar og í dag heiðrum við minningu þeirra sem hafa barist fyrir þeim. Með sanni má segja að síðasta öld hafi verið öld kvennabaráttunnar en enn blasa við mikilvæg verkefni sem okkur ber skylda til þess að vinna að. Kynbundið ofbeldi – ekki meirRíkisstjórn og Alþingi hafa stigið markviss skref í jafnréttismálum, ekki síst í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, mansali og vændi. Við munum halda ótrauð áfram á sömu braut, innleiða austurrísku leiðina og nýja framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum og síðast en ekki síst vinna nýja framsækna áætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Talið er að um þriðja hver kona verði fyrir kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Í sögulegu samhengi er örstutt síðan þagnarmúrinn í kringum ofbeldið var rofinn og enn erum við sem samfélag að grafa upp misgjörðir fortíðarinnar sem urðu þögguninni að bráð. Enn er ofbeldið gegn konum og börnum smánarblettur á samfélagi okkar. Það þrekvirki sem þolendur kynbundins ofbeldis hafa unnið með stofnun samtaka á borð við Kvennaathvarfið, Stígamót, Blátt áfram og nú síðast Drekaslóð er aðdáunarvert. Í þessari baráttu eru margar hetjur. Það er til marks um mikinn árangur að sjónarhorn baráttunnar hefur getað færst frá því að sannfæra samfélagið í heild um að brotin eigi sér stað, séu umfangsmikil og hafi gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir heill og helgi hvers sem fyrir verður - og yfir í það að beinast að stofnanakerfi samfélagsins, lagaumgjörð, réttarvörslukerfi og viðbúnaði þess til að bregðast við. Þar er mikið verk að vinna. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnarNú stendur yfir endurskoðun á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi, en sú áætlun sem nú er að renna sitt skeið á enda hefur skilað miklum árangri. Þar ber hæst bæði rannsóknir og útgáfu á viðamiklu fræðsluefni ætlað ýmsum fagstéttum sem eru annaðhvort í aðstöðu til að greina eða veita þolendum aðstoð. Í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er unnið að úrbótum á lagaumgjörð, meðal annars með það að markmiði að heimila lögreglu að fjarlægja ofbeldismenn af heimili, sem gjarnan er nefnt austurríska leiðin. Okkur ber skylda til þess að tryggja að réttarvörslukerfið gegni á hverjum tíma þeirri grundvallarskyldu sinni að verja þolendur. Rétt er í þessu samhengi að nefna aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali sem samþykkt var í mars 2009, en eftir henni er unnið af kappi. Baráttan gegn mansali er liður í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi enda rík tengsl þar á milli. Klukkan 14.25Það er ekki hending ein að konur eru hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14.25 á mánudaginn kemur. Væru konur almennt með sömu tekjur og karlar væru þær á þeirri mínútu búnar að ná þeim daglaunum sem þeim eru núna greidd. Þetta endurspeglar tekjumuninn í heild á milli karla og kvenna. Núna vantar aðeins eitt ár upp á að fyrstu lögin um launajafnrétti kynjanna nái hálfrar aldar afmæli. Sú spurning er áleitin hvers vegna ekki hefur meira áunnist á síðari árum. Stjórnvöld hafa ráðist í fjölmargar rannsóknir, skipað nefndir og efnt til aðgerða til að vinna á vandanum, en árangurinn er umdeilanlegur. Svo virðist sem samfélagið endurskapi og viðhaldi í sífellu þeim viðhorfum sem styðja við hinn kynskipta vinnumarkað og vanmat á kvennastéttum. Í samkeppni um stöður og stóru launatékkana virðast karlarnir bindast tryggðaböndum sem viðhalda forskoti þeirra gagnvart konum. Ég mun leggja áherslu á að launajafnréttið verði eitt af forgangsmálum í nýrri framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. Það er staðreynd að hvern dag vinnur meirihluti íslenskra kvenna langan vinnudag utan og innan heimila fyrir lægri laun en karlar. Þessar konur leggja grunn að velferð samfélags okkar á mörgum sviðum og ég skora á aðila vinnumarkaðarins að tryggja að það endurspeglist nú í komandi kjarasamningum. Ég skora á alla vinnuveitendur um land allt að gefa konum frí kl. 14.25 á mánudaginn kemur og sýna með því samstöðu með hetjum dagsins!
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun