Innlent

Síminn rauðglóandi vegna bílalána

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Mynd/Anton Brink
Margir hafa sett í sig í samband við talsmann neytenda á síðustu vikum til að lýsa yfir óánægju með endurútreikninga á gengisbundnum lánum. Síminn hjá talsmanni hefur varla stoppað.

Fjármálafyrirtæki voru búin að endurreikna um 30 þúsund gengisbundna lánasamninga um síðustu mánaðamót. Var þá miðað við niðurstöðu hæstaréttar frá því í september varðandi vaxtakjör.

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir að margir séu ósáttir við endurútrekningana og að síminn á skrifstofu hans hafa varla stoppað

„Undanfarið hafa ótal mál komið frá neytendum, bæði símleiðis og á fundum og í tölvuskeytum þar sem fólk spyr eða kvartar yfir endurútreikningum bílalána."

Gísli bendir á dæmi þar sem skuldari er rukkaður um vexti langt aftur í tímann. „Sem sýnir okkur hvað þetta er sérstakur dómur, að breyta vöxtum eftir, þannig að fólk sem gerði upp í samræmi við kröfur fyrirtæksins fyrir mörgum árum síðan sé nú krafið um vaxtagreiðslur og vexti ofan á það. Það er eitthvað sem fólk er ekki sátt við."

Gísli segist efast um að þetta standist lög. „Það er eitt af því sem er álitamál hvort að stenst dóm og réttarreglur. Mér sýnist vera mikið misræmi milli fyrirtækja og milli ólíkra samningsforma þannig að ég geri ráð fyrir því að leggja til aðgerð til að samræma þetta þannig að fólk geti treyst því að rétt sé reiknað og rétt sé rukkað," segir Gísli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×