Viðskipti innlent

Milljarðurinn fór til Jóns Ásgeirs í tveimur greiðslum

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.

Milljarðurinn sem Jón Ásgeir Jóhannesson fékk frá Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar, var greiddur í tveimur færslum síðla árs 2008, um það leyti sem íslenska bankakerfið riðaði til falls.

Heimildir Vísis herma að önnur greiðslan hafi verið upp á 900 milljónir króna og hin upp á 100 milljónir. Ástæðan fyrir þessu mun vera sú að ekki er tæknilega framkvæmanlegt að millifæra milljarð eða meira í einni greiðslu. Greiðslunum virðist hafa verið velt tólf sinnum inn og út úr Fons á reikninga í eigu félagsins, áður en þær lentu inni á persónulegum reikningi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Engar skýringar eru gefnar á greiðslunum og finnast engin skjöl um þær í bókhaldi fons. Því virðist vera um að ræða það sem kallast á fagmáli „riftanlegur gjafagerningur".








Tengdar fréttir

Skiptastjóri Fons vill rifta ellefu samningum

Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta allls 11 samningum um lán og arðgreiðslur út úr félaginu síðustu tvö árin fyrir bankahrun. Um er að ræða samninga og greiðslur upp á samtals níu milljarða króna. Þetta kom fram á fundi með kröfuhöfum Fons í dag.

Milljarður frá Fons til Jóns Ásgeirs

Á meðal þeirra samninga sem skiptastjóri í þrotabúi Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta er greiðsla upp á einn milljarð króna sem greiddur var inn á reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem gjöf eða lán. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×