Fótbolti

Robben gæti náð leiknum gegn Dönum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arjen Robben eftir að hann meiddist um helgina.
Arjen Robben eftir að hann meiddist um helgina. Nordic Photos / AFP

Sjúkraþjálfari hollenska landsliðsins segir að Arjen Robben eigi ágætan möguleika á því að ná fyrsta leik Hollands á HM í Suður-Afríku.

„Ég held að Arjen verði orðinn leikfær fyrir leikinn gegn Danmörku," sagði Dick van Toorn við hollenska fjölmiðla. „Það er auðvitað undir þjálfaranum komið að ákveða hvort hann spili en það er ekki hægt að segja að hann sé enn meiddur."

Robben meiddist í æfingaleik Hollands og Ungverjalands um síðustu helgi eftir að hafa skorað tvö mörk í 6-0 sigri.

„Bert van Marwijk landsliðsþjálfari hefur þó aðra skoðun á málinu. Honum finnst að Arjen ætti ekki að spila þar sem hann hefur núna misst af nokkrum æfingum."

Holland og Danmörk eigast við á HM á mánudaginn kemur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×