Innlent

Ráðinn aðstoðarforstjóri Landspítalans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benedikt Olgeirsson er nýr aðstoðarforstjóri Landspítalans.
Benedikt Olgeirsson er nýr aðstoðarforstjóri Landspítalans.
Benedikt Olgeirsson hefur verið ráðinn í nýtt starf aðstoðarforstjóra Landspítala.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landspítalanum mun aðstoðarforstjóri hafa með höndum margþætt verkefni sem snúa meðal annars að innleiðingu á stefnu spítalans, framþróun starfseminnar til að stuðla að öryggi, gæðum og hagkvæmni, gerð langtímaáætlana og samhæfingar á þjónustuþáttum. Starfið heyrir undir forstjóra.

Benedikt tók verkfræðipróf frá Háskóla Íslands árið 1986 og í framhaldi af því mastersgráðu í verkefnastjórnun frá Universtity of Washington í Seattle í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×