Ýtir undir nýsköpun og skerpir núgildandi lög 11. ágúst 2010 12:38 Haraldur Benediktsson. Mynd/Teitur Jónasson Formaður Bændasamtakanna fagnar nýju mjólkurfrumvarpi. Hann segir að mjólkursamlögum sé þegar bannað að taka við mjólk frá framleiðendum umfram kvóta til sölu. Nú sé verið að skerpa á löggjöfinni hvernig taka eigi á þeim sem brjóta lögin. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segist fagna mjólkurfrumvarpi landbúnaðarráðherra. Þar sé verið að ýti undir nýsköpun og skerpa á löggjöf sem sé í gildi. Mjólkursamlögum sé þegar bannað að taka við mjólk frá framleiðendum umfram kvóta til sölu. En það voru ekki nein úrræði til að taka á þeim sem brutu lögin. Nú verði þeir sektaðir. „Sem er mjög mikilvægt þannig að lög séu skýr. Gleymum því ekki að það eru margir búnir að fjárfesta verulega í landbúnaði. Sú fjárfesting er þá í mikilli óvissu ef ekki á að framkvæma lögin eins og þau hljóða."Fleiri en MS kaupa og vinna úr mjólk Haraldur segir að frumvarpinu sé ekki stefnt gegn þeim sem vilja vinna og selja mjólk. „Við viljum að það séu fleiri en færri mjólkurfyrirtæki sem markaðsetja mjólk á innanlandsmarkaði. Það mun stækka markaðinn og auka fjölbreytnina." Hann nefnir að það séu fleiri fyrirtæki en MS sem kaupi mjólk og vinni úr þeim. Þá segir Haraldur að stóru tíðindin í frumvarpinu séu að það sé verið að ýta undir nýsköpun. En mjólkurframleiðanda verður heimilt að selja vörur sem samsvara 10 þúsund mjólkurlítrum án þess að það teljist til nýtingar á greiðslumarki lögbýlis, sem sé utan kvótakerfisins. „Ég held það sé bara mjög fínt að leggja af stað þarna. Við höfum ekki mikla reynslu af þessu," segir Haraldur spurður hvort hann sé sáttur við þennan lítrafjölda.Segir Samkeppniseftirlitið ganga of langt Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og segir að íslenskur mjólkurmarkaður hafi mörg einkenni samráðshrings. „Mér finnst mjög langt gengið þegar stjórnsýslustofnun eða embætti líkir atvinnugrein sem starfar innan laga sem Alþingi hefur sett nánast við glæpasamtök," segir Haraldur. Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar: Ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins Fulltrúi Framsóknarflokks í landbúnaðarnefnd segir ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins um mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra, en eftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Hann segir að reglur þurfi að gilda um markaðinn og óheft samkeppni og markaðshyggja hafi ekki farið vel með Vesturlönd. 9. ágúst 2010 12:26 Vinnur gegn hagsmunum bænda og neytenda Neytendasamtökin fullyrða að mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra vinni gegn hagsmunum bænda og neytenda. Verði frumvarpið samþykkt verður einokun fest í sessi að mati samtakanna og því vilja þau að frumvarpið verði fellt á Alþingi. 10. ágúst 2010 14:43 Sjálfstæðismenn styðja mjólkurfrumvarp Annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í landbúnaðarnefnd segist standa við stuðning sinn við mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra, en hinn segir gagnrýni á frumvarpið sem fram hefur komið ekki eiga rétt á sér. Báðir eru þeir þó sammála um að landbúnaðarnefnd þurfi að fara yfir málið í ljósi gagnrýninnar og útiloka ekki að frumvarpið taki breytingum. 10. ágúst 2010 12:16 Á móti mjólkurfrumvarpi Jóns Frjálshyggjufélagið legst eindregið gegn frumvarpi Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra um að refsa beri afurðastöðvum, sem kaupa mjólk, sem er farmleidd er án ríkisstyrkja. Í ályktun félagsins segir enn fremur að hér sé á ferðinni gróf aðför að atvinnufrelsi í landinu og til þess ætluð að vernda einokun og fákeppni gamla tímans. 11. ágúst 2010 11:33 Einokun fest í sessi Með mjólkurfrumvarpi landbúnaðarráðherra verður einokun fest í sessi þar sem nær útilokað verður fyrir nýja aðila að hefja starfsemi með úrvinnslu á mjólkurafurðum. Þetta er mat Samtaka verslunar og þjónustu en samtökin gera alvarlegar gera athugasemdir í umsögn við frumvarpið. 9. ágúst 2010 13:24 Ráðherra greinir á um ágæti mjólkurfrumvarps Fjármálaráðherra segist ósammála Samkeppniseftirlitinu um að mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra sé skaðlegt samkeppni. Þá greinir efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra á um kosti frumvarpsins, en sá fyrrnefndi er sammála sjónarmiðum Samkeppniseftirlitsins. 10. ágúst 2010 18:45 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira
Formaður Bændasamtakanna fagnar nýju mjólkurfrumvarpi. Hann segir að mjólkursamlögum sé þegar bannað að taka við mjólk frá framleiðendum umfram kvóta til sölu. Nú sé verið að skerpa á löggjöfinni hvernig taka eigi á þeim sem brjóta lögin. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segist fagna mjólkurfrumvarpi landbúnaðarráðherra. Þar sé verið að ýti undir nýsköpun og skerpa á löggjöf sem sé í gildi. Mjólkursamlögum sé þegar bannað að taka við mjólk frá framleiðendum umfram kvóta til sölu. En það voru ekki nein úrræði til að taka á þeim sem brutu lögin. Nú verði þeir sektaðir. „Sem er mjög mikilvægt þannig að lög séu skýr. Gleymum því ekki að það eru margir búnir að fjárfesta verulega í landbúnaði. Sú fjárfesting er þá í mikilli óvissu ef ekki á að framkvæma lögin eins og þau hljóða."Fleiri en MS kaupa og vinna úr mjólk Haraldur segir að frumvarpinu sé ekki stefnt gegn þeim sem vilja vinna og selja mjólk. „Við viljum að það séu fleiri en færri mjólkurfyrirtæki sem markaðsetja mjólk á innanlandsmarkaði. Það mun stækka markaðinn og auka fjölbreytnina." Hann nefnir að það séu fleiri fyrirtæki en MS sem kaupi mjólk og vinni úr þeim. Þá segir Haraldur að stóru tíðindin í frumvarpinu séu að það sé verið að ýta undir nýsköpun. En mjólkurframleiðanda verður heimilt að selja vörur sem samsvara 10 þúsund mjólkurlítrum án þess að það teljist til nýtingar á greiðslumarki lögbýlis, sem sé utan kvótakerfisins. „Ég held það sé bara mjög fínt að leggja af stað þarna. Við höfum ekki mikla reynslu af þessu," segir Haraldur spurður hvort hann sé sáttur við þennan lítrafjölda.Segir Samkeppniseftirlitið ganga of langt Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og segir að íslenskur mjólkurmarkaður hafi mörg einkenni samráðshrings. „Mér finnst mjög langt gengið þegar stjórnsýslustofnun eða embætti líkir atvinnugrein sem starfar innan laga sem Alþingi hefur sett nánast við glæpasamtök," segir Haraldur.
Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar: Ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins Fulltrúi Framsóknarflokks í landbúnaðarnefnd segir ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins um mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra, en eftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Hann segir að reglur þurfi að gilda um markaðinn og óheft samkeppni og markaðshyggja hafi ekki farið vel með Vesturlönd. 9. ágúst 2010 12:26 Vinnur gegn hagsmunum bænda og neytenda Neytendasamtökin fullyrða að mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra vinni gegn hagsmunum bænda og neytenda. Verði frumvarpið samþykkt verður einokun fest í sessi að mati samtakanna og því vilja þau að frumvarpið verði fellt á Alþingi. 10. ágúst 2010 14:43 Sjálfstæðismenn styðja mjólkurfrumvarp Annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í landbúnaðarnefnd segist standa við stuðning sinn við mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra, en hinn segir gagnrýni á frumvarpið sem fram hefur komið ekki eiga rétt á sér. Báðir eru þeir þó sammála um að landbúnaðarnefnd þurfi að fara yfir málið í ljósi gagnrýninnar og útiloka ekki að frumvarpið taki breytingum. 10. ágúst 2010 12:16 Á móti mjólkurfrumvarpi Jóns Frjálshyggjufélagið legst eindregið gegn frumvarpi Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra um að refsa beri afurðastöðvum, sem kaupa mjólk, sem er farmleidd er án ríkisstyrkja. Í ályktun félagsins segir enn fremur að hér sé á ferðinni gróf aðför að atvinnufrelsi í landinu og til þess ætluð að vernda einokun og fákeppni gamla tímans. 11. ágúst 2010 11:33 Einokun fest í sessi Með mjólkurfrumvarpi landbúnaðarráðherra verður einokun fest í sessi þar sem nær útilokað verður fyrir nýja aðila að hefja starfsemi með úrvinnslu á mjólkurafurðum. Þetta er mat Samtaka verslunar og þjónustu en samtökin gera alvarlegar gera athugasemdir í umsögn við frumvarpið. 9. ágúst 2010 13:24 Ráðherra greinir á um ágæti mjólkurfrumvarps Fjármálaráðherra segist ósammála Samkeppniseftirlitinu um að mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra sé skaðlegt samkeppni. Þá greinir efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra á um kosti frumvarpsins, en sá fyrrnefndi er sammála sjónarmiðum Samkeppniseftirlitsins. 10. ágúst 2010 18:45 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira
Þingmaður Framsóknar: Ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins Fulltrúi Framsóknarflokks í landbúnaðarnefnd segir ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins um mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra, en eftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Hann segir að reglur þurfi að gilda um markaðinn og óheft samkeppni og markaðshyggja hafi ekki farið vel með Vesturlönd. 9. ágúst 2010 12:26
Vinnur gegn hagsmunum bænda og neytenda Neytendasamtökin fullyrða að mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra vinni gegn hagsmunum bænda og neytenda. Verði frumvarpið samþykkt verður einokun fest í sessi að mati samtakanna og því vilja þau að frumvarpið verði fellt á Alþingi. 10. ágúst 2010 14:43
Sjálfstæðismenn styðja mjólkurfrumvarp Annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í landbúnaðarnefnd segist standa við stuðning sinn við mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra, en hinn segir gagnrýni á frumvarpið sem fram hefur komið ekki eiga rétt á sér. Báðir eru þeir þó sammála um að landbúnaðarnefnd þurfi að fara yfir málið í ljósi gagnrýninnar og útiloka ekki að frumvarpið taki breytingum. 10. ágúst 2010 12:16
Á móti mjólkurfrumvarpi Jóns Frjálshyggjufélagið legst eindregið gegn frumvarpi Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra um að refsa beri afurðastöðvum, sem kaupa mjólk, sem er farmleidd er án ríkisstyrkja. Í ályktun félagsins segir enn fremur að hér sé á ferðinni gróf aðför að atvinnufrelsi í landinu og til þess ætluð að vernda einokun og fákeppni gamla tímans. 11. ágúst 2010 11:33
Einokun fest í sessi Með mjólkurfrumvarpi landbúnaðarráðherra verður einokun fest í sessi þar sem nær útilokað verður fyrir nýja aðila að hefja starfsemi með úrvinnslu á mjólkurafurðum. Þetta er mat Samtaka verslunar og þjónustu en samtökin gera alvarlegar gera athugasemdir í umsögn við frumvarpið. 9. ágúst 2010 13:24
Ráðherra greinir á um ágæti mjólkurfrumvarps Fjármálaráðherra segist ósammála Samkeppniseftirlitinu um að mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra sé skaðlegt samkeppni. Þá greinir efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra á um kosti frumvarpsins, en sá fyrrnefndi er sammála sjónarmiðum Samkeppniseftirlitsins. 10. ágúst 2010 18:45